Þórhaddur Steinsson

Þórhaddur Steinsson var landnámsmaður á Mýrum. Hann nam land í Hítardal, milli Hítarár og Kaldár til sjávar, og er talinn hafa búið í Hítardal.

Þórhaddur var sonur Steins mjögsiglanda, landnámsmanns á Skógarströnd. Afkomendur hans bjuggu í Hítardal að minnsta kosti fram yfir Sturlungaöld.