Ljótur óþveginn

Ljótur óþveginn var landnámsmaður í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Texti Landnámu er nokkuð óljós hvað varðar landnám í Kelduhverfi og mörk þeirra og gæti það bent til ókunnugleika höfundar. Sagt er að bæði Ljótur og Önundur Blængsson hafi numið land „[upp] frá Keldunesi“ en ekkert sagt frekar um mörk þeirra eða bústað Ljóts en Önundur er sagður hafa búið í Ási. Ekkert er heldur sagt um ættir Ljóts en sonur hans er sagður hafa verið Gríss faðir Galta í Ási.

HeimildBreyta

  • „Landnámabók á snerpa.is“.