Hrómundur Þórisson
Hrómundur Þórisson var landnámsmaður í Borgarfirði, nam Þverárdal og Þverárhlíð ofan til Hallarmúla fram til Þverár og bjó á Hrómundarstöðum (nú Karlsbrekku) í Þverárhlíð.
Hrómundur var sonur Þóris Gunnlaugssonar í Hefni. Bróðir hans var Grímur háleyski og Ingimundur gamli Þorsteinsson ólst upp með þeim og var fóstbróðir þeirra. Hrómundur sigldi til Íslands og lenti í mynni Hvítár. Sonur hans var Gunnlaugur ormstunga Hrómundarson, langafi Gunnlaugs ormstungu Illugasonar.