Hrólfur Helgason var landnámsmaður í Eyjafirði. Hann var sonur Helga magra og fékk land hjá föður sínum, sem gaf honum öll lönd fyrir austan Eyjafjarðará syðst, norður að Arnarhvoli, sem er á móts við mynni Djúpadalsár.

Hrólfur bjó í Gnúpufelli (Núpufelli) og er sagður hafa reist þar stórt hof, svo að hann hefur líklega verið fljótur að hverfa frá kristni eftir að til Íslands kom, hafi hann þá verið skírður. Kona hans var Þórarna, dóttir Þrándar mjóbeins landnámsmanns í Flatey á Breiðafirði, og áttu þau fjölda barna.

Sonur Hrólfs óskilgetinn, sem ólst upp í Noregi, var Helgi Hrólfsson landnámsmaður í Skutulsfirði.

Tenglar

breyta
  • „Landnámabók. Af Snerpu.is“.