Auðunn skökull Bjarnarson

íslenskur landnámsmaður frá 9. öld

Auðunn skökull Bjarnarson var landnámsmaður í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og bjó á Auðunarstöðum. Fyrri kona hans er óþekkt en með henni átti hann dótturina Þóru mosháls, móður Úlfhildar, móður Ástu, móður Ólafs konungs helga.

Síðar kvæntist Auðunn Þórdísi Þorgrímsdóttur, ekkju Önundar tréfóts, og áttu þau soninn Ásgeir, sem bjó á Ásgeirsá í Víðidal og var giftur Jórunni dóttur Ingimundar gamla. Sonardóttir þeirra var Dalla Þorvaldsdóttir, fyrsta biskupsfrúin í Skálholti.

Björn faðir Auðuns var sonur Hunda-Steinars jarls á Englandi og Álofar dóttur Ragnars loðbrókar. Ísgerður og Eiríkur hétu og börn þeirra.