Úlfur Grímsson var landnámsmaður í Borgarfirði og nam land efst í Hálsasveit, milli Hvítár og Geitlandsjökuls, og bjó á Geitlandi.

Úlfur var sonur Gríms háleyska Þórissonar, sem var stýrimaður á skipi Kveld-Úlfs, nam land milli Andakílsár og Grímsár og bjó á Hvanneyri. Móðir Úlfs var Svanlaug, dóttir Þormóðs Bresasonar landnámsmanns á Akranesi.

Sonur Úlfs var Hrólfur auðgi var faðir Halldóru, fyrstu konu Gissurar hvíta, og dóttir þeirra var Vilborg, kona Hjalta Skeggjasonar. Annar sonur Úlfs var Hróaldur, faðir Hrólfs, sem giftist Þuríði dóttur Valþjófs Örlygssonar landnámsmanns í Kjós.

Heimildir

breyta
  • „Landnámabók; af Snerpu.is“.