Ávangur (landnámsmaður)

Ávangur var landnámsmaður í Hvalfirði. Hann var írskur að ætt. Hann gerði bæ sinn í Botni og eftir því sem segir í Landnámabók var þar svo mikill skógur að hann gerði sér hafskip þar af og hlóð skipið þar sem nú heitir Hlaðhamar.[1]

Gæsalappir

Maðr hét Ávangr, írskur at kyni. Hann byggði fyrst í Botni.
Þar var þá svá stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip ok hlóð þar, sem nú heitir Hlaðhamarr.

Hans sonr var Þorleifr, faðir Þuríðar, er átti Þormóðr Þjóstarsson á Álftanesi ok Iðunnar Molda-Gnúpsdóttur.
Sonr Þormóðar var Börkr, faðir Þórðar, föður Auðunar í Brautarholti.“

— Landnámabók.

Tilvísun breyta

  1. „Landnámabók, 14. kapituli“. sótt af Heimskringla.no.