Nafar-Helgi var landnámsmaður í Fljótum í Skagafirði og kom til landsins með sama skipi og Þórður knappur nágranni hans. Hann nam land frá Flókadalsá, austanverðan Flókadal og Austur-Fljót að Tungnaá í Stíflu. Nafar-Helgi bjó á Grindli í Fljótum. Kona hans var Gró hin (snar)skyggna.

Heimildir breyta

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.