Grenivík
65°56′50″N 18°10′49″V / 65.94722°N 18.18028°V
Grenivík er þorp sem stendur við austanverðan Eyjafjörð á Norðurlandi eystra og er nyrsta byggð þeim megin fjarðar. Íbúar voru 301 talsins árið 2019. Þorpið er hluti af Grýtubakkahreppi. Grenivík stendur undir fjallinu Kaldbak sem er 1173 m hár. Þengilhöfði er 260 m hátt fjall suður af Grenivík.
Á landsnámsöld segir að Þormóður Þorleifsson hafi numið Grenivík. [1]
Þorp tók að myndast á Grenivík upp úr aldamótum 1900. Kirkja var byggð á Grenivík árin 1885-1886 en árið 1927 var Grenivíkurprestakall sameinað Laufásprestakalli. Árið 1964 var hafið að byggja höfn í þorpinu.
Við grunnskólann Grenivíkurskóla er sundlaug, tjaldsvæði og líkamsræktarsalur. Golfvöllur er sunnan við bæinn.
Fyrirtækin Gjögur og Darri eru fiskvinnslufyrirtæki í þorpinu. Einnig má nefna Sparisjóð Höfðhverfinga, Vélsmiðjuna Vík og lyfjafyrirtækið Pharmarctica. Matvöruverslunin Jónsabúð er í bænum. Heilsugæsla er við Túngötu.
Íþróttafélagið Magni er virkt í knattspyrnu og spilaði í næstefstu deild sumarið 2020.
Sveitarstjóri er Þröstur Friðfinnsson.
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Um sveitarfélagið[óvirkur tengill] Grenivík.is, skoðað 16. júlí 2018.