Holti (landnámsmaður)
Holti var landnámsmaður í Austur-Húnavatnssýslu og nam Langadal austan við Blöndu ofan frá Móbergi og líklega út að sjó en óvíst er hve langt landnám hans náði, því að í Landnámabók er ekkert sagt um hver nam svæðið þar fyrir norðan, Laxárdal utanverðan og svo alla Skagaströndina, allt út að Fossá, sem er skammt sunnan við Kálfshamarsvík. Þar tók við landnám Hólmgöngu-Mána.
Holti bjó á Holtastöðum í Langadal.