Ólafur bekkur Karlsson

Ólafur bekkur Karlsson var landnámsmaður og nam land í Ólafsfirði. Í Landnámabók segir að hann hafi orðið samskipa Úlfi víkingi, landnámsmanni í Úlfsdölum, til Íslands.

Ólafur var sonur Karls úr Bjarkey á Hálogalandi. Hann varð útlægur úr Noregi fyrir að vega Þóri hinn svarta og fór þá til Íslands. Í Landnámu segir að hann hafi numið alla dali fyrir vestan, og Ólafsfjörð sunnan til móts við Þormóð ramma. Er þá væntanlega átt við að hann hafi numið allan vestanverðan Ólafsfjarðardalinn, svo og smádali sem ganga vestur úr honum, en Gunnólfur nam fjörðinn utanverðan, báðum megin. Ólafur bekkur bjó á Kvíabekk.

Tenglar breyta

  • „Landnámabók. Af snerpa.is“.