Hlíðarendi (Fljótshlíð)
(Endurbeint frá Hlíðarendi í Fljótshlíð)
Hlíðarendi er sveitabær í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Bærinn hefur lengst af verið mikið höfðingjasetur og sýslumannssetur um margra alda skeið. Kirkja var á Hlíðarenda fram til 1802 en þá var hún flutt að Teigi. Árið 1896 voru svo kirkjur á Teigi og Eyvindarmúla lagðar af en ný kirkja reist á Hlíðarenda árið eftir.
Einn þekktasti ábúandi Hlíðarenda var trúlega Gunnar Hámundarson sem kom fram í Njálu. Aðrir þekktir ábúendur þar voru Vísi-Gísli sem stundaði þar tilraunir í matjurtaræktun og skáldið Bjarni Thorarensen.
Þorlákur helgi fæddist árið 1133 á Hlíðarenda. Kirkja á bænum var helguð honum.
Ítarefni
breyta- Jón Skagan: Saga Hlíðarenda í Fljótshlíð, Reykjavík 1973.
- Oddgeir Guðjónsson: "Fljótshlíð", Sunnlenskar byggðir IV, bls. 400, Búnaðarsamband Suðurlands 1982.
Tenglar
breyta- Hlíðarendi og goðsögnin; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976
- Hlíðarendi og goðsögnin; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.