Önundur Blængsson
Önundur Blængsson var landnámsmaður í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Í Landnámu er sagt um bæði hann og Ljót óþveginn að þeir hafi numið land „[upp] frá Keldunesi“ en ekkert sagt frekar um mörk þeirra. Önundur er sagður hafa búið í Ási. Bróðir hans var Bálki Blængsson, landnámsmaður í Hrútafirði og voru þeir synir Blængs Sótasonar.