Opna aðalvalmynd
Séð yfir Skutulsfjörð, yfir þéttbýlisstað sem áður var kallaður Eyri við Skutulsfjörð en núna Ísafjörður.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Skutulsfjörður er vestasti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi. Kaupstaðurinn Ísafjörður stendur við fjörðinn. Tveir megindalir ganga inn úr Skutulsfirði, Engidalur og Tungudalur, og skilur fjallið Kubbi þá að. Yst að norðanverðu í Engidal er kirkjugarður Ísfirðinga. Um Engidalinn miðjan rennur á sem freistandi væri að nefna Engidalsá en heitir formlega langá. Golfvöllur og skíðasvæði er í Tungudal en úr honum eru Vestfjarðagöng grafin yfir í Botnsdal í Súgandafirði og Breiðdal í Önundarfirði. Upp úr Tungudal ganga Dagverðardalur eða Dögurðardalur, sem segir frá í Gísla sögu, en þaðan lá áður þjóðvegurinn suður yfir Breiðadals- og Botnsheiði. Enn fremur liggur Seljalandsdalur upp af Skutulsfirði en þar var áður aðalskíðasvæði Ísfirðinga. Fjallið aftur af eyrinni er nefnt Hlíðarfjall. Um 4/5 upp það er hilla sem nefnd er Gleiðarhjalli. Fjallið á móti eyrinni er nefnt Ernir. Eru á því stórar hvilftir og er sú ytri nefnd naustahvilft en sú innri kirkjubólshvilft og er sú ytri sérstaklega vinsæl gönguleið og eru margar myndir af bænum teknar þaðan.

Árið 1994 féll snjóflóð í Seljalands- og Tungudali og eyðilögðust skíðamannvirki og sumarbústaðir.

Í fornu máli hét hann Skutilsfjörður. Samkvæmt landnámu gaf Helgi Hrólfsson, frændi Helga magra á Akureyri, honum nafn en hann fann þar „skutil í flæðarmáli“.

HeimildirBreyta

  • Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson (1980). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Steindór Steindórsson frá Hlöðum (höfundur frumtexta), Örlygur Hálfdanarson (ritstj.) (2004). Vegahandbókin: ferðahandbókin þín. Stöng. ISBN 9979956933.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.