Hrafn heimski Valgarðsson

Hrafn heimski Valgarðsson var landnámsmaður í Rangárvallasýslu. Hann kom úr Þrándheimi til Íslands og nam land undir Eyjafjöllum, milli Kaldaklofsár og Lambafellsár. Hann bjó á Rauðafelli.

Í Landnámu er sagt að Hrafn hafi verið sonur Valgarðs Vémundssonar orðlokars, Þórólfssonar vogarnefs, Hrærekssonar slöngvandbauga, Haraldssonar hilditannar Danakonungs. Hann er sagður hafa verið hið mesta göfugmenni. Börn hans voru Jörundur goði, sem einnig var landnámsmaður og afi Marðar Valgarðssonar og Runólfs í Dal og forfaðir Sæmundar fróða, Helgi bláfauskur og Freygerður.

Tengill breyta

„Landnámabók. Af snerpa.is“.