Ásmundur (landnámsmaður)
Ásmundur var landnámsmaður í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann kom með Ingimundi gamla til Landsins en Landnámabók og Vatnsdælu ber ekki saman um hvort hann var vinur hans eða þræll; hafi hann verið þræll hefur Ingimundur gefið honum frelsi áður en hann nam land.
Landnám Ásmundar var fyrir vestan Vatnsdalsá „út frá Helgavatni um Þingeyrasveit og bjó undir Gnúpi“ og hefur það líklega náð norður að Húnafirði en verið á milli Gljúfurár og Hópsins að vestan og Vatnsdalsár og Húnavatns að austan.