Kampa-Grímur var landnámsmaður í Suður-Þingeyjasýslu. Hann kom til Íslands frá Suðureyjum, lenti í sjóhrakningum allt sumarið og braut að lokum skip sitt í Skjálfandafljótsósi. Hann nam land í Köldukinn. Þar hafði Þórir snepill Ketilsson áður numið land en ekki kunnað við sig svo að hann yfirgaf landnám sitt og færði sig yfir í Fnjóskadal.

Eftir að til Íslands kom giftist Grímur Vigdísi, dóttur Þorsteins rauðs og sonardóttur Auðar djúpúðgu, og hafa þau Grímur og Auður líklega verið kunnug frá Suðureyjum.