Auðunn rotinn Þórólfsson

Auðunn rotinn Þórólfsson var landnámsmaður í Eyjafirði og tengdasonur Helga magra.

Landnáma segir að faðir Auðuns hafi verið Þórólfur sá sem kom með Hrafna-Flóka til Íslands og sagði, þegar hann var beðinn að lýsa landinu, að þar drypi smjör af hverju strái; var hann því kallaður Þórólfur smjör. Hann er sagður hafa verið sonur Þorsteins skrofu, sonar Gríms kambans, sem á að hafa byggt Færeyjar fyrstur manna.

Hann giftist Helgu dóttur Helga magra, sem gaf þeim land inni í Eyjafirði, upp frá Hálsi til Villingadals, og bjuggu þau í Saurbæ. Börn þeirra voru Einar, faðir Eyjólfs Valgerðarsonar og afi Guðmundar ríka og Einars Þveræings, og Vigdís. Eftir lát Auðuns giftist Helga Hámundi heljarskinni, sem áður hafði verið kvæntur Ingunni systur hennar, og var dóttir þeirra Yngvildur allrasystir, sem giftist Örnólfi syni Þórðar slítanda, landnámsmanns í Hörgárdal.

Heimildir breyta

  • „Landnámabók. Af Snerpa.is“.