Atli Valason
Atli Volason hét landnámsmaður sem nam land á Snæfellsnesi með Ásmundi syni sínum frá Furu til Lýsu.
Um hann segir í Landnámabók:
Voli hinn sterki hét hirðmaður Haralds konungs hins hárfagra; hann vó víg í véum og varð útlægur. Hann fór til Suðureyja og staðfestist þar, en synir hans þrír fóru til Íslands. Hlíf hestageldir var móðir þeirra. Hét einn Atli, annar Álfarinn, þriðji Auðun stoti; þeir fóru allir til Íslands. Atli Volason og Ásmundur son hans námu land frá Furu til Lýsu.“
— Landnáma.