Ormur (landnámsmaður)

Ormur var landnámsmaður í Vestur-Húnavatnssýslu. Í Landnámabók segir að hann hafi numið Ormsdal og búið þar. Ormsdalur er dalur norðan við Sótafell. Þar eru bæjarrústir sem kallast Ormsstaðir og eru nú friðaðar. Það er eina byggðin sem vitað er um að verið hafi í Ormsdal. Hefur landnám Orms þá verið mjög lítið og hann byggt í landnámi Sóta.