Meistaradeild Evrópu (enska: UEFA Champions League) er árleg keppni í knattspyrnu. Keppnina heldur Knattspyrnusamband Evrópu fyrir öll bestu lið Evrópu. Sigurvegarar keppninnar hljóta Evrópumeistaratitilinn sem eru mjög virt verðlaun í knattspyrnuheiminum. Sigurvegarinn í keppninni fær þátttökurétt í Evrópska ofurbikarnum, sem og í heimsmeistarakeppni félagsliða. Meistaradeildinni var hleypt af stokkunum 1955 og hét þá Evrópukeppni félagsliða, en 1992 var keppninni breytt í Meistaradeildina. Sigursælasta lið keppninnar er Real Madrid sem hefur unnið fimmtán sinnum.

UEFA Champions League
Stofnuð1955; fyrir 70 árum (1955)
(endurnefnd 1992)
SvæðiEvrópa (UEFA)
Fjöldi liða32 (riðlakeppni)
80 (alls)
Undankeppni fyrirUEFA Super Cup
FIFA Club World Cup
Tengdar keppnirUEFA Europa League (2. stig)
UEFA Europa Conference League (3. stig)
Núverandi meistariFáni Spánar Real Madrid (15. titill)
Sigursælasta félagFáni Spánar Real Madrid (15 titlar)
VefsíðaOpinber vefsíða
Lönd sem hafa tekið þátt í riðlakeppni: Grænt. Lið sem ekki hafa tekið þátt í henni: Blátt.
 
Bikar Meistaradeildarinnar

Keppni evrópskra knattspyrnuliða var ekki ný af nálinni. 1927 hófst Mitropabikarinn, en það var félagskeppni liða frá Austurríki, Ungverjalandi, Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu, Ítalíu, Sviss og Rúmeníu. Hún lagði hins vegar upp laupana við upphaf heimstyrjaldarinnar síðari. Eftir stríð var önnur slík keppni í gangi, miklu minni þó, og hét hún Coupe Latine. Í henni kepptu meistaralið frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Portúgal. Hugmyndir um nýja Evrópukeppni með meistaraliðum frá sem flestum löndum í Evrópu fæddust snemma á sjötta áratugnum með Gabriel Hanot, íþróttafréttamanni L‘Équipe og fyrrverandi frönskum landsliðsmanni. Skipulagning Hanots var gerð opinber í blaðinu í desember 1954 og hófst keppnin sjálf á haustmánuðum árið eftir. 16 lið voru þátttakendur í fyrstu keppninni. Ekki sáu þó öll lið sér fært að taka þátt. T.d. meinaði Enska knattspyrnusambandið Chelsea þátttöku og var þá Gwardia Varsjá sent í staðinn. Sigurvegari var Real Madrid sem sigraði franska liðið Stade Reims í úrslitaleik 4-3. Real Madrid vann keppnina reyndar 5 fyrstu skiptin, árangur sem ekkert annað lið hefur tekist að gera. Suðurevrópsk lið (frá Spáni, Ítalíu og Portúgal) sigruðu keppnina allt til 1966, en 1967 tókst Glasgow Celtic að sigra, fyrst breskra liða. Aðeins tvisvar hefur liði tekist að sigra keppnina þrisvar í röð (eftir hina stórkostlegu byrjun Real Madrid): Ajax 1971-73 og Bayern München 1974-76. Mesta sigurganga liða frá einu landi var 1977-82 en þá sigruðu Liverpool, Nottingham Forest og Aston Villa til skiptis sex sinnum í röð. Einn sorglegasti viðburður keppninnar var úrslitaleikurinn 1985 á Heyselvellinum í Brussel milli Juventus og Liverpool en þá hrundi veggur og létust við það 39 manns. Afleiðingarnar voru þær að ensk lið voru útilokuð frá keppninni í fimm ár (Liverpool í sjö ár). Frá byrjun til ársins 1991 var fyrirkomulag keppninnar útsláttur, þ.e. heimaleikur og útileikur. Á leiktíðinni 1991-92 var í fyrsta sinn komið upp riðlum, þ.e. í átta liða úrslitum var liðunum komið fyrir í tveimur riðlum. Sigurlið riðlanna komust í úrslitaleikinn. 1992 var keppninni breytt í Meistaradeild Evrópu. Fyrsta árið (92-93) var fyrirkomulag keppninnar eins og á síðasta ári, þ.e. útsláttur og tveir riðlar. En 1994 var í fyrsta sinn komið upp riðlakeppni strax í upphafi. 16 lið voru sett í fjóra riðla. Efstu tvö liðin í riðlunum komust í átta liða úrslit. Í leiktíðunum 96-97 og 97-98 var liðunum fjölgað í 24 og léku þau í 6 riðlum. Efstu liðin í riðlunum og þau bestu sem lentu í öðru sæti komust í átta liða úrslit. Leiktíðina 1999-2000 var keppninni enn breytt. Að þessu sinni fengu 32 lið þátttökurétt og voru þau skipuð í átta riðla. Tvö efstu lið riðlanna mynduðu svo fjóra nýja riðla. Tvö efstu liðin þar komust í átta liða úrslit. Liðið í þriðja sæti fer í Evrópudeild UEFA en liðið í neðsta sæti fellur úr leik. Milliriðlarnir voru þó fljótt afnumdir, þannig að í dag hefst útsláttarkeppnin strax að lokinni fyrstu riðlakeppninni. Tólf af liðunum 32 voru meistarar í sínum eigin löndum en þar að auki sex lið sem lentu í 2. sæti. Afgangurinn, 10 lið, vinna sér þátttökurétt með forkeppni.

Árið 2024 var á ný fyrirkomulaginu breytt og 4 liða riðlar afnumdir og var liðum fjölgað í 36. Lið dragast gegn átta liðum úr 4 styrkleikaflokkumog stendur deildakeppni frá september til janúar. Útsláttarkeppni byrjar í febrúar.

Úrslitaleikir

breyta
Ár Sigurvegarar Staða 2. sæti Völlur
2023/2024   Real Madrid 2-0   Borussia Dortmund Wembley
London, England
2022/2023
Nánar
  Manchester City 1-0   Inter Mílanó Atatürk-ólympíuvöllurinn
Istanbúl, Tyrkland
2021/2022
Nánar
  Real Madrid 1-0   Liverpool FC Stade de France,
París, Frakkland
2020/2021
Nánar
  Chelsea FC 1-0   Manchester City Estádio do Dragao,
Porto, Portúgal
2019/2020
Nánar
  Bayern München 1-0   Paris Saint-Germain Estádio da Luz,
Lissabon, Portúgal
2018/2019
Nánar
  Liverpool FC 2-0   Tottenham Hotspur Wanda Metropolitano,
Madríd, Spánn
2017/2018
Nánar
  Real Madrid 3-1   Liverpool FC NSC Olimpiyskiy Stadium,
Kiev, Úkraína
2016/2017
Nánar
  Real Madrid 4-1   Juventus Millenium Stadium,
Cardiff, Wales
2015/2016
Nánar
  Real Madrid 1-1, 5-3 (v.)   Atlético Madrid San Siro,
Mílanó, Ítalía
2014/2015
Nánar
  FC Barcelona 3-1   Juventus Olympiastadion ,
Berlín, Þýskaland
2013/14
Nánar
  Real Madrid 4-1   Atlético Madrid Estádio da Luz ,
Lissabon, Portúgal
2012/13
Nánar
  Bayern München 2-1   Borussia Dortmund Wembley ,
London, England
2011/12
Nánar
  Chelsea 1-1, 6-5 (v.)   Bayern München Wembley ,
London, England
2010/11
Nánar
  FC Barcelona 3-1   Manchester United Wembley ,
London, England
2009/10
Nánar
  Inter Mílanó 2-0   Bayern München Santiago Bernabeu,
Madríd, Spánn
2008/09
Nánar
  FC Barcelona 2-0   Manchester United Stadio Olimpico,
Róm, Ítalía
2007/08
Nánar
  Manchester United 1-1, 6-5 (v.)   Chelsea Luzhniki Stadium,
Moskva, Rússland
2006/07
Nánar
  AC Milan 2-1   Liverpool Ólympíuleikvangurinn í Aþenu,
Aþena, Grikkland
2005/06
Nánar
  FC Barcelona 2-1   Arsenal FC Stade de France,
París, Frakkland
2004/05
Nánar
  Liverpool FC 3-3, 3-2 (v.)   A.C. Milan Atatürk Olympic Stadium,
Istanbul, Tyrkland
2003/04
Nánar
  Porto 3-0   Monaco Arena AufSchalke,
Gelsenkirchen, Þýskaland
2002/03
Nánar
  A.C. Milan 0-0, 3-2 (v.)   Juventus Old Trafford,
Manchester, England
2001/02
Nánar
  Real Madrid FC 2-1   Bayer 04 Leverkusen Hampden Park,
Glasgow, Skotland
2000/01
Nánar
  Bayern München 1-1, 5-4 (v.)   Valencia San Siro,
Mílanó, Ítalía
1999/2000
Nánar
  Real Madrid FC 3-0   Valencia Stade de France,
París, Frakkland
1998/99
Nánar
  Manchester United FC 2-1   Bayern München Camp Nou,
FC Barcelona, Spánn
1997/98
Nánar
  Real Madrid CF 1 - 0   Juventus FC Amsterdam ArenA,
Amsterdam, Holland
1996/97
Nánar
  Borussia Dortmund 3-1   Juventus Olympiastadion,
Munich, Þýskaland
1995/96
Nánar
  Juventus FC 1-1, 4-2 (v.)   AFC Ajax Stadio Olimpico,
Róm, Ítalía
1994/95
Nánar
  AFC Ajax 1-0   AC Milan Ernst Happel Stadium,
Vínarborg, Austurríki
1993/94
Nánar
  AC Milan 4-0   FC Barcelona Ólympíuleikvangurinn í Aþenu,
Aþena, Grikklandi
1992/93
Nánar
  Olympique de Marseille 1-0   AC Milan Olympiastadion,
Munich, Þýskaland
1991/92
Nánar
  FC Barcelona 1 - 0 (frl.)   UC Sampdoria Wembley,
London, England
1990/91
Nánar
Rauða stjarnan Belgrad 0-0, 5-3 (v.)   Olympique de Marseille Stadio San Nicola,
Bari , Ítalía
1989/90
Nánar
  AC Milan 1-0   S.L. Benfica Prater Stadium,
Vínarborg, Austurríki
1988/89
Nánar
  AC Milan 4-0 Steau Bucharest Camp Nou,
Barcelona, Spánn
1987/88
Nánar
  PSV Eindhoven 0-0, 6-5 (v.)   Benfica Neckarstadion,
Stuttgart, Þýskaland
1986/87
Nánar
  FC Porto 2-1   Bayern München Prater Stadium,
Vínarborg, Austurríki
1985/86
Nánar
Steaua Búkarest 0-0, 2-0 (v.)   FC Barcelona Sánchez Pizjuán,
Sevilla, Spánn
1984/85
Nánar
  Juventus 1-0   Liverpool Heysel Stadium,
Brussel, Belgía
1983/84
Nánar
  Liverpool 1-1, 4-2 (v.)   AS Roma Stadio Olimpico,
Róm , Ítalía
1982/83
Nánar
  Hamburger SV 1-0   Juventus Ólympíuleikvangurinn í Aþenu,
Aþena, Grikkland
1981/82
Nánar
  Aston Villa 1-0   Bayern München De Kuip,
Rotterdam, Holland
1980/81
Nánar
  Liverpool 1-0   Real Madrid Parc des Princes,
París, Frakklandi
1979/80
Nánar
  Nottingham Forest 1-0   Hamburger SV Santiago Bernabeu,
Madrid, Spánn
1978/79
Nánar
  Nottingham Forest 1-0   Malmö Olympiastadion,
München, Þýskaland
1977/78
Nánar
  Liverpool 1-0   Club Brugge KV Wembley,
London, England
1976/77
Nánar
  Liverpool 3-1   VfL Borussia Mönchengladbach Stadio Olimpico,
Róm , Ítalía
1975/76
Nánar
  Bayern München 1-0   AS Saint-Étienne Hampden Park,
Glasgow, Skotland
1974/75
Nánar
  Bayern München 2-0   Leeds United Parc des Princes,
París, Frakkland
1973/74
Nánar
  Bayern München 1-1, 4-0 (v.)   Atlético Madrid Heysel Stadium,
Brussel, Belgía
1972/73
Nánar
  Ajax 1-0   Juventus Crvena Zvezda Stadium,
Belgrade, Júgóslavía
1971/72
Nánar
  Ajax 2-0   Inter Mílanó De Kuip,
Rotterdam, Holland
1970/71
Nánar
  Ajax 2-0   Panathinaikos Wembley,
London, England
1969/70
Nánar
  Feyenoord 2-1 (frl.)   Celtic San Siro,
Mílanó , Ítalía
1968/69
Nánar
  AC Milan 4-1   Ajax Santiago Bernabeu,
Madrid, Spánn
1967/68
Nánar
  Manchester United 4-1 (frl.)   S.L. Benfica Wembley,
London, England
1966/67
Nánar
  Celtic 2-1   Inter Mílanó Estádio Nacional,
Oeiras, Portúgal
1965/66
Nánar
  Real Madrid 2-1 FK Partizan Heysel Stadium,
Brussel, Belgía
1964/65
Nánar
  Inter Mílanó 1-0   Benfica San Siro,
Mílanó , Ítalía
1963/64
Nánar
  Inter Mílanó 3-1   Real Madrid Prater Stadium,
Vínarborg, Austurríki
1962/63
Nánar
  AC Milan 2-1   Benfica Wembley,
London, England
1961/62
Nánar
  Benfica 5-3   Real Madrid Olympisch Stadion,
Amsterdam, Holland
1960/61
Nánar
  Benfica 3-2   Barcelona Wankdorf Stadium,
Bern, Sviss
1959/60
Nánar
  Real Madrid 7-3   Eintracht Frankfurt Hampden Park,
Glasgow, Skotland
1958/59
Nánar
  Real Madrid 2-0   Stade de Reims-Champagne Neckarstadion,
Stuttgart, Þýskaland
1957/58
Nánar
  Real Madrid 3-2 (frl.)   AC Milan Heysel Stadium,
Brussel, Belgía
1956/57
Nánar
  Real Madrid 2-0   Fiorentina Santiago Bernabeu,
Madrid, Spánn
1955/56
Nánar
  Real Madrid 4-3   Stade de Reims-Champagne Parc des Princes,
París, Frakkland

Tölfræði

breyta

Sigurliðin

breyta

Listi yfir öll sigurlið Meistaradeildarinnar frá upphafi.

Röð Sigurlið Titlar Ár 2. sætið
1 Real Madrid 15 1956, 1957, 1958, 1959, 1960, 1966, 1998, 2000, 2002, 2014, 2016, 2017, 2018, 2022, 2024 (3) 1962, 1964, 1981,
2 AC Milan 7 1963, 1969, 1989, 1990, 1994, 2003, 2007 (4) 1958, 1993, 1995, 2005
3-4 Liverpool 6 1977, 1978, 1981, 1984, 2005, 2019 (4) 1985, 2007, 2018, 2022
Bayern München 6 1974, 1975, 1976, 2001, 2013, 2020 (5) 1982, 1987, 1999, 2010, 2012
5 Barcelona 5 1992, 2006, 2009, 2011, 2015 (3) 1961, 1986, 1994
6 Ajax 4 1971, 1972, 1973, 1995 (2) 1969, 1996
7-8 Inter Milan 3 1964, 1965, 2010 (3) 1967, 1972, 2023
Manchester United 3 1968, 1999, 2008 (2) 2009, 2011
9-13 Juventus 2 1985, 1996 (7) 1973, 1983, 1997, 1998, 2003, 2015, 2017
Benfica 2 1961, 1962 (5) 1963, 1965, 1968, 1988, 1990
Nottingham Forest 2 1979, 1980 (0)
Porto 2 1987, 2004 (0)
Chelsea 2 2012, 2021 (1) 2008
14-22 Glasgow Celtic 1 1967 (1) 1970
Hamburg 1 1983 (1) 1980
Steaua Búkarest 1 1986 (1) 1989
Olympique de Marseille 1 1993 (1) 1991
Feyenoord 1 1970 (0)
Aston Villa 1 1982 (0)
PSV Eindhoven 1 1988 (0)
Rauða stjarnan Belgrad 1 1991 (0)
Borussia Dortmund 1 1997 2013, 2024 (2)
Manchester City 1 2023

Sigurlið eftir löndum

breyta

Uppfært 2024

Röð Sigurland Sigrar Hve oft í 2. sæti
1 Spánn 20 11
2 England 15 10
3 Ítalía 12 17
4 Þýskaland 8 11
5 Holland 6 2
6 Portúgal 4 5
7-10 Frakkland 1 6
Skotland 1 1
Rúmenía 1 0
Júgóslavía 1 1

Leikjahæstu menn

breyta

Uppfært 12/12 2024

Röð Leikmaður Leikir Tímabil
1 Cristiano Ronaldo 183 2003-2022
2 Iker Casillas 177 1999-2019
3 Lionel Messi 163 2005-2023
4 Thomas Müller 156 2009-
5 Karim Benzema 152 2006-2023
6 Xavi 151 1998-2015
6 Toni Kroos 151 2008-2024
7 Manuel Neuer 145 2007-
8 Raúl 142 1995-2011
8 Sergio Ramos 142 2005-2023
11 Luka Modrić 134 2010-
13 Andrés Iniesta 130 2002-2018
14 Gerard Piqué 126 2004-
15 Sergio Busquets 127 2008-2022

Markahæstu menn

breyta

Uppfært 12/12 2024.

Röð Leikmaður Mörk Leikir Tímabil
1 Cristiano Ronaldo 142 182 2003-2022
2 Lionel Messi 129 161 2005-2023
3 Robert Lewandowski 101 126 2011-
4 Karim Benzema 90 152 2006-2023
5 Raúl 71 142 1995-2011
6 Ruud van Nistelrooy 56 73 1998-2009
7 Thomas Müller 55 156 2009-
8 Kylian Mbappé 50 79 2016-
8 Thierry Henry 50 112 1997-2012
9 Alfredo di Stefano 49 58 1955-1964
10 Andriy Shevchenko 48 100 1994-2012
10 Zlatan Ibrahimovic 48 124 2001-2021
11 Erling Haaland 46 45 2019-
11 Mohamed Salah 46 85 2013-

Íslendingar sem hafa spilað í meistaradeildinni

breyta

[1]

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Yngstur Íslendinga í Meistaradeild Evrópu Skessuhorn, skoðað, 27. október 2020