Camp Nou

fótbolta völlinn í Barcelona, Spánn

Camp Nou, Nou Camp eða Nývangur (Estadi del FC Barcelona fram til ársins 2000) er heimavöllur spænska knattspyrnuliðsins Barcelona. Hann var tekinn í notkun árið 1957 en þá hafði liðið „vaxið upp úr“ eldri heimavelli, Camp de Les Corts. Sá völlur rúmaði 60 þúsund áhorfendur en Nývangur rúmar 99.354 áhorfendur. Þannig er hann stærsti leikvangur Evrópu og tíundi stærsti í heimi.

Camp Nou

Hönnuðir leikvangsins voru Francesc Mitjans-Miró, Lorenzo García Barbon og Josep Soteras Mauri. Fyrsta skóflustunga var tekin 28. mars 1954 og vígsla fór fram 24. september 1957.