Camp Nou

fótbolta völlinn í Barcelona, Spánn

Camp Nou, Nou Camp eða Nývangur (Estadi del FC Barcelona fram til ársins 2000) er[heimavöllur spænska knattspyrnuliðsins Barcelona. Hann var tekinn í notkun árið 1957 en þá hafði liðið „vaxið upp úr“ eldri heimavelli, Camp de Les Corts. Sá völlur rúmaði 60 þúsund áhorfendur. Hann er stærsti leikvangur Evrópu og tíundi stærsti í heimi.

Camp Nou

Völlurinn er í endurnýjun frá 2023 til 2026 og mun hann rúma um 105.000 áhorfendur í sæti.

Hönnuðir eldri leikvangsins voru Francesc Mitjans-Miró, Lorenzo García Barbon og Josep Soteras Mauri. Fyrsta skóflustunga var tekin 28. mars 1954 og vígsla fór fram 24. september 1957.