Borussia Mönchengladbach

Borussia Verein für Leibesübungen 1900 e.V. Mönchengladbach, oftast þekkt sem Borussia Mönchengladbach er þýskt knattspyrnufélag frá Mönchengladbach og spilar í Þýsku Úrvalsdeildinni. Það hefur 5 sinnum orðið deildarmeistari.

Borussia Verein für Leibesübungen 1900 e.V. Mönchengladbach
Fullt nafn Borussia Verein für Leibesübungen 1900 e.V. Mönchengladbach
Gælunafn/nöfn Die Borussen (Prússarnir)
Stytt nafn Borussia MG
Stofnað 1.ágúst, 1900
Leikvöllur Borussia-Park, Mönchengladbach
Stærð 54.022
Stjórnarformaður Fáni Þýskalands Rolf Königs
Knattspyrnustjóri Fáni Þýskalands Marco Rose
Deild Bundesliga
2021/22 Bundesliga, 10. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Borussia Mönchengladbach var stofnað árið 1900. Nafnið er latnesk útgáfa af nafni Prússlands. Liðið gekk formlega í Bundesliguna árið 1965 og átti mestri velgengni að fagna í kringum 1970 undir stjórn Hennes Weisweiler og síðar Udo Lattek. Á þeim tíma tókst þeim að vinna 5 deildarmeistaratitla.

BM hefur spilað á Borussia-Park síðan árið 2004 en lék áður heimaleiki sína á Bökelbergstadion. Þeirra helsti rígur er við nágranna sína frá Rín-Ruhr í FC Köln,

Árangur Borussia MönchengladbachBreyta

SigrarBreyta

Leikmannahópur 2020Breyta

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK Yann Sommer
3   DF Michael Lang
4   DF Mamadou Doucouré
6   MF Christoph Kramer
7   MF Patrick Herrmann
8   MF Denis Zakaria
10   FW Marcus Thuram
11   MF Hannes Wolf (á láni frá RB Leipzig)
13   FW Lars Stindl (Fyrirliði)
14   FW Alassane Pléa
15   DF Louis Beyer
16   MF Ibrahima Traoré
17   DF Oscar Wendt
18   DF Stefan Lainer
19   MF Valentino Lazaro (á láni frá Inter Milan)
20   FW Julio Villalba
21   GK Tobias Sippel
Nú. Staða Leikmaður
22   MF László Bénes
23   MF Jonas Hofmann
24   DF Tony Jantschke
25   DF Ramy Bensebaini
26   FW Torben Müsel
27   MF Famana Quizera
28   DF Matthias Ginter
30   DF Nico Elvedi
31   GK Max Grün
32   MF Florian Neuhaus
33   DF Kaan Kurt
36   FW Breel Embolo
37   MF Keanan Bennetts
40   DF Andreas Poulsen
41   GK Jan Olschowsky

TengillBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist