Hákon Arnar Haraldsson

íslenskur knattspyrnumaður

Hákon Arnar Haraldsson (f. 10. apríl 2003) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar sem miðjumaður með franska knattspyrnufélaginu Lille OSC og íslenska landsliðinu.

Hákon Arnar Haraldsson
Upplýsingar
Fullt nafn Hákon Arnar Haraldsson
Fæðingardagur 10. apríl 2003 (2003-04-10) (22 ára)
Fæðingarstaður    Akranes, Ísland
Hæð 1,80m
Leikstaða Miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Lille OSC
Númer 30
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2019 ÍA 0 (0)
2021-2023 FC København 40 (8)
2023- Lille OSC 42 (6)
Landsliðsferill
2017–2018
2019
2019–2020
2021
2020-
2022-
Ísland U15
Ísland U16
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
4 (1)
6 (3)
15 (1)
3 (1)
5 (2)
11 (1)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Félagslið

breyta

Hákon kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA. Hann þreytti fraumraun sína með aðalliðinu þann 26. febrúar 2019 í 6–0 sigri gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum.[1]

Í júní árið 2019 fór Hákon til unglingaakademíu FC Kaupmannahafnar.[2] Þann 21. maí 2021 tilkynnti félagið að hann hafði skrifað undir nýjan samning við félagið til júní 2026. Hann þreytti frumraun sína fyrir félagið þann 29. júlí 2021 í 5–0 sigri gegn Torpedo-BelAZ Zhodino í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu.[3][4]

Þann 17. júlí 2023 skrifaði Hákon undir 5 ára samning við franska úrvalsdeildarfélagið Lille til þann 30. júní 2028 fyrir 17 milljónir evra.[5] Í mars 2025 varð Hákon annar Íslendingurinn til að skora í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu (Eiður Smári Guðjohnsen sá fyrsti) gegn Borussia Dortmund.[6]

Landslið

breyta

Hákón þreytti frumraun sína fyrir íslenska karlalandsliðið þann 2. júní 2022 í 2–2 jafntefli gegn Ísrael.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. „Leikmaður - Hákon Arnar Haraldsson“. www.ksi.is. Sótt 5. mars 2025.
  2. „Hákon Arnar samdi við FCK í Kaupmannahöfn“. Skagafréttir.is. 27 júní 2019. Sótt 5. mars 2025.
  3. „Hákon Arnar Haraldsson“. F.C. København (danska). Sótt 5. mars 2025.
  4. UEFA.com. „History: FC Torpedo 0-5 Copenhagen | Line-ups | UEFA Conference League 2021/22“. UEFA.com (enska). Sótt 5. mars 2025.
  5. Arnarsdóttir, Kristjana (17 júlí 2023). „Hákon Arnar til Lille fyrir rúmlega 2,5 milljarða - RÚV.is“. RÚV. Sótt 5. mars 2025.
  6. David sá ekki Hákon en heyrði hann öskra Fótbolti.net, 4. mars, 2025
  7. „Tek þetta alfarið á mig“. www.mbl.is. Sótt 5. mars 2025.