Aston Villa

knattspyrnufélag

Aston Villa Football Club (einnig þekkt sem einfaldlega Villa) er lið í ensku úrvalsdeildinni. Félagið er staðsett í Aston-hverfinu í Birmingham og var stofnað árið 1874. Félagið hefur leikið heimaleiki sína á Villa Park síðan 1897. Félagið var eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar árið 1888 og ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Villa er eitt af sigursælustu félögum Englands, hefur orðið enskur meistari sjö sinnum og enskur FA-bikarmeistari sjö sinnum. Þá er félagið eitt af aðeins fimm enskum liðum sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu en það var árið 1982 þegar keppnin hét Evrópubikarinn.

Aston Villa Football Club
Fullt nafn Aston Villa Football Club
Gælunafn/nöfn The Villans eða The Lions
Stytt nafn Aston Villa
Stofnað 21. nóvember 1874
Leikvöllur Villa Park
Stærð 42.573
Stjórnarformaður Fáni Egyptalands Nassef Sawiris

Fáni Bandaríkjana Wes Edens

Knattspyrnustjóri Unai Emery
Deild Enska úrvalsdeildin
2021/2022 14. sæti af 20
Heimabúningur
Útibúningur

Tveir Íslendingar hafa spilað fyrir Aston Villa. Sá fyrri er Jóhannes Karl Guðjónsson sem spilaði fyrir Aston Villa í hálft tímabil frá janúar 2003 til júní sama árs. Seinni Íslendingurinn sem hefur spilað fyrir Aston Villa er Birkir Bjarnason en hann spilaði með félaginu frá 2017-2019.

Aston Villa og nágrannaliðið Birmingham City er miklir erkifjendur, þegar þessi lið eigast við kallast það "Second City Derby". Nafnið er dregið af borginni Birmingham sem er næst fjölmennasta á Bretlandi. Samtals hafa þessi lið spilað 127 sinnum við hvort annað. Villa hefur unnið 57 þeirra, 33 jafntefli og Birmingham City unnið 37. Síðasti leikur á milli liðanna var í Ensku B deildinni þann 10. mars 2019 sem endaði með 1-0 sigri Aston Villa.

Frá 2006-2016 var eigandi liðsins Randy Lerner. Kínverski viðskiptamaðurinn Tony Xia keypti félagið fyrir 76 milljón punda í gegnum fyrirtækið sitt Recon Group. Tony Xia entist hins vegar ekki lengi í Villa því árið 2018 var tilkynnt að NSWE hafi keypt 55% hluta í Aston Villa. NSWE er samangert úr milljarðarmæringunum Nassef Sawiris og Wes Edens. Þeir eiga félagið en þann dag í dag.[1]

Villa Park í Birmingham

Leikmannahópurinn 2020/2021Breyta

5. október 2020 [2]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 Fáni Englands GK Tom Heaton
2 Fáni Englands DF Matty Cash
3 Fáni Wales DF Neil Taylor
4 Fáni Englands DF Ezri Konsa
5 Fáni Englands DF Tyrone Mings
6 Fáni Brasilíu MF Douglas Luiz
7 Fáni Skotlands MF John McGinn
8 Fáni Englands MF Henri Lansbury
9 Fáni Brasilíu FW Wesley
10 Fáni Englands MF Jack Grealish (Fyrirliði [3])
11 Fáni Englands FW Ollie Watkins
12 Fáni Englands GK Jed Steer
14 Fáni Írlands MF Conor Hourihane
15 Fáni Búrkína Fasó FW Bertrand Traoré
Nú. Staða Leikmaður
17 Fáni Egyptalands MF Trézéguet
18 Fáni Englands DF Matt Targett
19 Fáni Simbabve MF Marvelous Nakamba
20 Fáni Englands MF Ross Barkley (á láni frá Chelsea)
21 Fáni Hollands MF Anwar El Ghazi
22 Fáni Belgíu DF Björn Engels
24 Fáni Frakklands DF Frédéric Guilbert
26 Fáni Argentínu GK Emiliano Martínez
27 Fáni Egyptalands DF Ahmed Elmohamady
28 Fáni Króatíu GK Lovre Kalinić
30 Fáni Englands DF Kortney Hause
39 Fáni Englands FW Keinan Davis
41 Fáni Englands MF Jacob Ramsey
Villa Park árið 2007

TitlarBreyta

Titill Fjöldi Ár
Deildarmeistarar 7 1893/94, 1895/96, 1896/97, 1898/99, 1899/00, 1909/10, 1980/81
Enski bikarinn 7 1887, 1895, 1897, 1905, 1913, 1920, 1957
Enski deildabikarinn 5 1961, 1975, 1977, 1994, 1996
Samfélagsskjöldurinn 1 1981
Evrópski ofurbikarinn 1 1982
Fjöldi Titla 22
  • 1. Deild: 1937/38 og 1959/60.
  • 3. deild: 1971/72.
  • Úrslitaleikir í enska bikarnum: 1892, 1924, 2000 og 2015.
  • Úrslitaleikir í enska deildarbikarnum: 1963, 1971 og 2010.

Þekktir leikmennBreyta

KnattspyrnustjórarBreyta

Stjóri Tímabil Stjóri Tímabil Stjóri Tímabil
George Ramsay (1884–1926) Ron Saunders (1974–1982) Kevin MacDonald (2010)
W. J. Smith (1926–1934) Tony Barton (1982–1984) Gérard Houllier (2010–2011)
Jimmy McMullan (1934–1935) Graham Turner (1984–1986) Alex McLeish (2011–2012)
Jimmy Hogan (1936–1944) Billy McNeill (1986–1987) Paul Lambert (2012–2015)
Alex Massie (1945–1950) Graham Taylor (1987–1990) Tim Sherwood (2015)
George Martin (1950–1953) Jozef Venglos (1990–1991) Rémy Garde (2015–2016)
Eric Houghton (1953–1958) Ron Atkinson (1991–1994) Roberto Di Matteo (2016)
Joe Mercer (1958–1964) Brian Little (1994–1998) Steve Bruce (2016–2018)
Dick Taylor (1964–1967) John Gregory (1998–2002) Dean Smith (2018–2021)
Tommy Cummings (1967–1968) Graham Taylor (2002–2003)
Tommy Docherty (1968–1970) David O'Leary (2003–2006)
Vic Crowe (1970–1974) Martin O' Neill (2006–2010)


HeimildirBreyta

  1. „Aston Villa F.C.“, Wikipedia (enska), 17. júní 2021, sótt 22. júní 2021
  2. „Squad“. avfc.co.uk. Sótt 5. oktober 2020.
  3. „Grealish signs new five-year contract“. Aston Villa F.C. september 2020. Sótt 24. oktober 2020.