Aston Villa

knattspyrnufélag

Aston Villa Football Club (einnig þekkt sem The Villans eða einfaldlega Villa) er lið í ensku úrvalsdeildinni. Félagið er staðsett í Aston-hverfinu í Birmingham og var stofnað árið 1874. Félagið var eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar árið 1888 og ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Villa er eitt af sigursælustu félögum Englands, hefur orðið enskur meistari sjö sinnum og enskur FA-bikarmeistari sjö sinnum. Þá er félagið eitt af aðeins fjórum enskum liðum sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu en það var árið 1982 þegar keppnin hét Evrópubikarinn.

Aston Villa F.C.
Fullt nafn Aston Villa F.C.
Gælunafn/nöfn The Villans eða the Lions
Stytt nafn Aston Villa
Stofnað 1874
Leikvöllur Villa Park
Stærð 42,573
Stjórnarformaður Fáni Kína Tony Xia
Knattspyrnustjóri Fáni Englands Dean Smith
Deild Enska úrvalsdeildin
2019/2020 17.
Heimabúningur
Útibúningur

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði með félaginu frá 2017-2019.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.