Hörður Björgvin Magnússon

íslenskur knattspyrnumaður

Hörður Björgvin Magnússon (fæddur 11. febrúar 1993) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með gríska félaginu Panathinaikos. Hörður er varnarmaður á miðju eða á vinstri væng.

Hörður Björgvin Magnússon
Upplýsingar
Fullt nafn Hörður Björgvin Magnússon
Fæðingardagur 11. febrúar 1993 (1993-02-11) (31 árs)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 190 cm
Leikstaða bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Panathinaikos
Yngriflokkaferill
1998-2010
2011-2013
Fram
Juventus
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2010 Fram 6 (0)
2011-2016 Juventus 0(0)
2013-2014 Spezia Calcio (lán) 20 (0)
2014-2016 AC Cesena (lán) 39 (1)
2016-2018 Bristol City 52 (1)
2018-2022 CSKA Moskva 76 (5)
2022- Panathinaikos ()
Landsliðsferill2
2009
2009-2011
2012-2014
2014-
Ísland Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
7 (0)
16 (2)
14 (0)
28 (2)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júlí 2022.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
ág. 2020.

Félagaferill

breyta
 
Hörður með Juventus árið 2011.

Hörður hóf ferilinn með Fram en fór árið 2011 til ungmennaliðs Juventus. Árin 2014-2016 var hann í láni til Serie B deildarliðsins Spezia Calcio og Serie A liðsins A.C. Cesena. Árið 2016 fór Hörður í ensku meistaradeildina til Bristol City og skrifaði undir 3 ára samning. Þvínæst hélt hann til CSKA Moskvu.

Íslenska landsliðið

breyta

Hörður hefur spilað með A-landsliðinu frá 2014. Hann var valinn í hóp landsliðs Íslands í Evrópukeppninni í Frakklandi árið 2016 en hann var á varamannabekknum út mótið. Hörður skoraði sitt fyrsta landsliðsmark úr aukaspyrnu í vináttulandsleik á móti Írlandi þann 28. mars árið 2017. Hörður skoraði sigurmarkið í leik Íslands og Króatíu 11. júní 2017 á Laugardalsvelli. Hann var valinn í hópinn fyrir HM 2018 í Rússlandi.