Stade de France
Stade de France er þjóðarvöllur Frakklands, staðsettur í Saint-Denis í norðurhluta Parísar. Hann er fimmti stærsti íþróttavöllur Evrópu með 81.338 sæti. Bæði franska knattspyrnulandsliðið og franska rugbylandsliðið nota völlinn fyrir alþjóðleg íþróttamót. Völlurinn var upphaflega byggður vegna heimsmeistaramóts Alþjóðaknattspyrnusambandsins 1998.