Rúrik Gíslason

íslenskur kmattspyrnumaður

Rúrik Gíslason (fæddur 25. febrúar árið 1988) er fyrrverandi knattspyrnumaður og tónlistarmaður frá Íslandi. Hann spilaði sem miðvörður.

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason á þýsku sjónvarpsverðlaununum árið 2021
Fæddur
Rúrik Gíslason

25. febrúar 1988 (1988-02-25) (36 ára)
Reykjavík, Ísland
Störf
  • Fótboltamaður
  • Söngvari
Tónlistarferill
Meðlimur íIceGuys

Rúrik var frambjóðandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingikosningunum árið 2016 og 2017.

Fótboltaferill

breyta

Rúrik hóf ferilinn hjá HK og fór þaðan til Charlton Athletic árið 2005. Hann fékk ekki að spila leik með liðinu og hélt þaðan til Danmerkur árið 2007 þar sem hann hefur spilað með Viborg, OB og F.C. Kaupmannahöfn. Síðast spilaði hann í Þýskalandi með SV Sandhausen. Rúrik spilaði 53 leiki með íslenska A-landsliðinu og skoraði 3 mörk.

Rúrik var valinn í íslenska hópinn sem fór á heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Hann vakti töluverða athygli fyrir útlitið og fékk í kjölfarið yfir milljón fylgjenda á Instagram-síðuna sína. Hann ákvað að leggja skóna á hilluna árið 2020.

 
Rúrik árið 2014.

Tónlistarferill

breyta

Árið 2021 gaf hann út lagið „Older“ með Doctor Victor.[1] Árið 2023 gekk hann til liðs við strákahljómsveitina IceGuys.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „Rúrik gefur út sitt fyrsta lag“. www.mbl.is. 18. febrúar 2021. Sótt 31. desember 2023.
  2. Sverrisson, Ólafur Björn; Óskarsdóttir, Svava Marín (16. júní 2023). „Rúrik Gísla einn liðs­manna stráka­bandsins IceGu­ys - Vísir“. visir.is. Sótt 31. desember 2023.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.