Malmö FF er sænskt knattspyrnulið frá Malmö á Skáni. Heimavöllur félagsins er Stadion Swedbank Arena.

Malmö FF.
Fullt nafn Malmö FF.
Gælunafn/nöfn Himmelsblått (Það ljósbláa), Di blåe
Stofnað 24 Febrúar 1910
Leikvöllur Stadion, Swedbank Arena
Stærð 22.500
Knattspyrnustjóri Fáni Danmerkur Jon Dahl Tomasson
Deild Sænska úrvalsdeildin
2024 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Malmö FF hefur unnið sænsku deildina oftast allra liða eða alls 24 sinnum, liðið hefur einnig náð nokkuð langt í bæði Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og Meistaradeild Evrópu. Frægasti árangur þeirra ljósbláu er sennilega þegar þeim tókst, þvert á spár sparkspekinga að koma sér í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1979, þar sem þeir töpuðu fyrir sterku liði Nottingham Forest F.C., sem þá var undir stjórn hins virta knattspyrnustjóra Brian Clough. Með liðinu hafa leikið nokkur stór nöfn og má þar m.a nefna Jari Litmanen, Zlatan Ibrahimović og Markus Rosenberg.

Þó nokkuð af Íslendingum hafa spilað með félaginu má þar m.a nefna Arnór Ingvi Traustason, Viðar Örn Kjartansson og Kári Árnason.

Titlar

breyta
 
Deildarmeistarar Malmö FF árið 1949
  • Sænskir Meistarar: 24 (1943–44, 1948–49, 1949–50, 1950–51, 1952–53, 1965, 1967, 1970, 1971, 1974, 1975, 1977, 1986, 1988, 2004, 2010, 2013, 2014, 2016, 2017, 2020, 2021, 2023, 2024)
  • Sænskir Bikarmeistarar 16 (1944, 1946, 1947, 1951, 1953, 1967, 1973, 1974, 1975, 1978, 1980, 1984, 1986, 1989, 2022 og 2024

Tenglar

breyta