Juventus FC

knattspyrnulið frá Tórínó á Ítalíu

Juventus Football Club S.p. A einnig þekkt sem Juventus Torino, Juventus F.C., Juventus eða einfaldlega Juve, er knattspyrnulið frá Tórínó á Ítalíu, stofnað árið 1897. Liðið hefur unnið til 36 meistaratitla og 13 bikara í heimalandinu og er sigursælasta liðið þar. Juventus varð sigurvegari Meistaradeildar Evrópu tímabilin 1984–85 og 1995–96. Árin 2012-2020 vann liðið 9 meistaratitla í röð og síðustu 2 árin einnig ítalska bikarinn. Árið 2006 var liðið dæmt niður um deild vegna spillingarmála.

Juventus Football Club
S.p. A
Fullt nafn Juventus Football Club
S.p. A
Gælunafn/nöfn La Vecchia Signora, Madama (Gamla konan)
La Fidanzata d'Italia (Kærasta Ítalíu)
I bianconeri (Hinir svart-hvítu)
Le zebre (Sebrarnir)
„Juve“
Stofnað 1. nóvember 1897
Leikvöllur Allianz Stadium, Tórínó
Stærð 41.507
Stjórnarformaður Fáni Ítalíu Andrea Agnelli
Knattspyrnustjóri Fáni Ítalíu Massimiliano Allegri
Deild Serie A
2021-22 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Gianluigi Buffon, Alessandro Del Piero, Andrea Pirlo og Cristiano Ronaldo eru nú meðal þekktustu leikmanna liðsins.

Hlutfallslega hefur liðið lagt mest til ítalska landsliðsins í knattspyrnu í gegnum árin. [1]

Alessandro Del Piero lék 513 leiki og skoraði 208 mörk fyrir Juventus á árunum 1993 til 2012.

Titlar

breyta
Titill Fjöldi Ár
Ítalska A-deildin 36 1905, 1925–26, 1930–31, 1931–32, 1932–33, 1933–34, 1934–35, 1949–50, 1951–52, 1957–58, 1959–60, 1960–61, 1966–67, 1971–72, 1972–73, 1974–75, 1976–77, 1977–78, 1980–81, 1981–82, 1983–84, 1985–86, 1994–95, 1996–97, 1997–98, 2001–02, 2002–03, 2004-05, 2005-06, 2011–12, 2012–13, 2013–14, 2014–15, 2015–26, 2016–17, 2017–18, 2018-19, 2019-20
Serie B 1 2006–07
Coppa Italia 11 1937–38, 1941–42, 1958–59, 1959–60, 1964–65, 1978–79, 1982–83, 1989–90, 1994–95, 2016-17, 2017-18
Supercoppa italiana di calcio 6 1995, 1997, 2002, 2003, 2012
Meistaradeild Evrópu 2 1984–85, 1995–96
Evrópukeppni bikarhafa 1 1983–84
Evrópukeppni félagsliða 3 1977, 1990, 1993
Evrópski ofurbikarinn 2 1984, 1996
UEFA Intertoto Cup 1 1999
HM Félagsliða 2 1985, 1996

Litir og gælunöfn

breyta
 
Gomul mynd af Juventus leikmönnum í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum.

Litirnir á búningum Juventus eru svartar hvítar rendur. þeir hafa notað þessa liti síðan árið 1903, fyrstu árin spiluðu þeir í bleikum treyjum og svörtum stuttbuxum. Juventus hefur ýmis gælunöfn m.a : la Vecchia Signora (gamla daman) og la Fidanzata d'Italia (kærasta ítalíu), i bianconeri (þeir svört og hvítu), le zebre (sebra-hestarnir), það er tilvísun í treyjur félagsins sem eru svart-hvít röndóttar.

Þekktir leikmenn

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ótrúleg sigurganga Juventus Rúv, skoðað 14. maí, 2018.