Knattspyrnusamband Evrópu

Knattspyrnusamband Evrópu (franska: Union des Associations Européennes de Football, skammstöfun: UEFA) er yfirumsjónaraðili knattspyrnu, futsal og strandfótbolta í Evrópu. Aðildarfélög sambandsins eru 53 talsins og eru flest á meginlandi Evrópu.

UEFA member associations map.svg
SkammstöfunUEFA
EinkennisorðWe care about football
Stofnun15. júní 1954 (1954-06-15) (67 ára)
GerðÍþróttasamtök
HöfuðstöðvarFáni Sviss Nyon, Sviss
Hnit46°22′16″N 6°13′52″A / 46.371009°N 6.23103°A / 46.371009; 6.23103
MarkaðsvæðiEvrópa
Opinber tungumálenska, franska, þýska
ForstöðumaðurGianni Infantino
MóðurfélagAlþjóðaknattspyrnusambandið
Vefsíðawww.UEFA.com

Knattspyrnusambönd í löndum sem liggja bæði í Evrópu og Asíu eru aðildarfélög í sambandinu ásamt Azerbaijan, Georgíu, Armeníu og Ísrael sem hafa öll stjórnmálaleg tengsl við Evrópu. Innan samtakana eru Færeyjar, England, Skotland, Wales og Norður-Írland allt meðlimir sem eru ekki sjálfstæð ríki. Af þeim evrópuþjóðum sem eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum er Mónakó það eina sem er ekki aðili að UEFA.

Af sex aðildarfélögum FIFA er UEFA með bestu fjárhagstöðuna og mestu áhrifin á knattspyrnufélög. Í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi eru knattspyrnufélög á meðal þeirra ríkustu í heiminum. Af þeim 32 sætum sem FIFA veitti fyrir heimsmeistaramót karla 2011 voru 13 veitt til aðildarfélaga UEFA og 9 af efstu 20 ríkjum FIFA eru aðildafélög sambandsins. Í kvennaflokki fékk sambandið úthlutað fimm af sextán sætum FIFA á heimsmeistarakeppnina.

Sambandið var stofnað 15. júní 1954 í Basel, Sviss. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Frakklands, Ítalíu og Belgíu. Höfuðstöðvar félagsins eru í Bern. Núverandi forseti sambandsins er frakkinn Michel Platini. Karlalandslið aðildarríkja UEFA hafa unnið 10 heimsmeistaramót FIFA og í kvennaflokki hafa landsliðin unnið þrjú heimsmeistaramót FIFA og ein gullverðlaun á Ólymíuleikunum.

UEFA, sem fulltrúi knattspyrnusamtakana, hefur átt í deilum við Evrópusambandsráðið. Á tíunda áratug 20 aldar urðu meiriháttar breytingar á sjónvarpsréttindum og alþjóðlegum viðskiptum (Bosman-dómurinn).

AðildarfélögBreyta

 •   Albanía
 •   Andorra
 •   Armenía
 •   Austuríki
 •   Azerbaijan
 •   Belgía
 •   Bosnía-Herzegóvína
 •   Búlgaría
 •   Dannmörk
 •   Eistland
 •   England
 •   Finnland
 •   Frakkland
 •   Færeyjar
 •   Georgía
 •   Gíbraltar

 •   Grikkland
 •   Holland
 •   Hvíta-Rússland
 •   Írland
 •   Ísland
 •   Ísrael
 •   Ítalía
 •   Kazakstan
 •   Króatía
 •   Kýpur
 •   Lettland
 •   Lichtenstein
 •   Litháen
 •   Lúxemborg
 •   Makedónía
 •   Malta

 •   Moldóva
 •   Norður-Írland
 •   Noregur
 •   Pólland
 •   Rúmenía
 •   Rússland
 •   San Marínó
 •   Serbía
 •   Skotland
 •   Slóvakía
 •   Slóvenía
 •   Spánn
 •   Svartfjallaland

 •   Sviss
 •   Svíþjóð
 •   Tékkland
 •   Tyrkland
 •   Ungverjaland
 •   Úkraína
 •   Wales
 •   Þýskaland

KeppnirBreyta

Keppnir landsliðaBreyta

Árið 1958 hóf UEFA að halda Meistarakeppni evrópskra landsliða í knattspyrnu. Lið eru dregin út frá styrkleikalista og með mótinu ná landslið keppnisrétti í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Sambærilegar keppnir eru haldar fyrir Undir 21 árs landsliðið, Undir 19 ára landslið, undir 17 ára landslið og bæði kynin.

Keppnir félagsliðaBreyta

UEFA heldur þrjár keppnir fyrir félagslið í Evrópu. Samtökin halda úti styrkleikalista yfir gengi liða í deildum Evrópu. Þær deildir í Evrópu sem hafa náð mestum árangri taka þátt í Meistaradeild Evrópu. 32 lið taka þátt í meistaradeildinni. Þau lið sem hafa náð góðum árangri en fá ekki keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu keppa í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Haldinn er úrslitaleikur á milli sigurvegara þessara tveggja keppna.

FutsalBreyta

Futsal er fimm manna fótbolti sem er spilaður innandyra og á smærri völlum en tíðkast í knattspyrnu. Keppni hefur verið haldin í Futsal frá árinu 1984, en hún hefur aldrei verið viðurkennd af UEFA. Sambandið hóf Evrópumeistarakeppni karla í futsal 1991 og mótið tók við af forvera þess.

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.