Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir IFK Norrköping í Svíþjóð. Hann er uppalinn hjá ÍA og er faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari.
Ísak Bergmann Jóhannesson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Ísak Bergmann Jóhannesson | |
Fæðingardagur | 23. mars 2003 | |
Fæðingarstaður | Sutton Coldfield, England | |
Hæð | 1,80m | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | IFK Norrköping | |
Númer | 27 | |
Yngriflokkaferill | ||
ÍA | ||
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2018 2019- |
ÍA IFK Norrköping |
1 (0) 24 (3) |
Landsliðsferill2 | ||
2018-2019 2019- 2020- 2020- |
Ísland U17 Ísland U19 Ísland U21 Ísland |
13 (9) 5 (1) 4 (0) 1 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ísak hefur oft átt sæti í byrjunarliði Norrköping árið 2020 og hefur vakið athygli stórliða Evrópu.
Ísak kom inn sem varamaður aðallandsliðsins nokkrum mínútum fyrir leikslok gegn Englandi í nóvember 2020 og varð 4. yngsti leikmaðurinn til að spila fyrir Ísland.