Nottingham Forest F.C.

Nottingham Forest F.C. er enskt knattspyrnulið frá Nottingham.

Nottingham Forest F.C.
Merki
Fullt nafn Nottingham Forest F.C.
Gælunafn/nöfn The Reds, Forest, Tricky Trees
Stytt nafn Nott'm Forest.
Stofnað 1865
Leikvöllur City Ground
Nottingham
Stærð 30.445
Stjórnarformaður Nicholas Randall
Knattspyrnustjóri Nuno Espiritu Santo
Deild Enska úrvalsdeildin
2023/2024 17. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Forest er með höfuðstöðvar fyrir sunnan ána Trent en hinum megin við ána er erkióvinurinn, Notts County. Forest er gamalt og gróið félag sem hefur meðal annars unnið Evrópukeppni meistaraliða tvisvar sinnum (nú kallað Meistaradeildin); árin 1979 og 1980. En liðið nýtur þess vafasama heiðurs að vera eina liðið í Evrópu sem hefur unnið evrópukeppni og fallið svo niður í þriðju efstu deild.

Forest er einnig eina liðið sem hefur unnið Evrópukeppnina oftar en deildarkeppnina heima fyrir. Liðið vann enska titilinn 1978 og fór í Evrópukeppnina 1979 og unnu. Það varði svo meistaratitilinn árið 1980.

Liðið komst í úrvalsdeildina árið 2022, í fyrsta skipti í 23 ár.

  • Flestir leikir: - R. McKinlay (692)
  • Flest mörk skoruð: - A. G. Morris (217)
  • Metaðsókn: - 49,946 gegn Manchester United, 28. október 1967
  • Stærsti sigur: - 14-0 gegn Clapton (Úti), 17. janúar 1891
  • Metfé greitt fyrir leikmann: - 15 milljónir evra fyrir João Carvalho

Titlar

breyta