Robert Lewandowski (fæddur 21. ágúst, 1988) er pólskur knattspyrnumaður sem spilar með FC Barcelona og pólska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur skorað yfir 320 mörk í Bundesliga og er sá næstmarkahæsti í deildinni frá upphafi. Í öllum keppnum er Lewandowski með yfir 660 mörk. Hann er í 8. eða 15. sæti yfir markahæstu menn allra tíma eftir því hvaða viðmið eru notuð.

Robert Lewandowski
Lewandowski
Upplýsingar
Fullt nafn Robert Lewandowski
Fæðingardagur 21. ágúst 1988 (1988-08-21) (36 ára)
Fæðingarstaður    Varsjá, Pólland
Hæð 1,85 m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið FC Barcelona
Númer 9
Yngriflokkaferill
1997-2006 Varsovia Warszawa
Delta Warszawa
Legia II Warszawa
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2005 Delta Warsaw 17 (4)
2005-2006 Legia Warsaw II 12 (2)
2006–2008 Znicz Pruszków 59 (36)
2006-2007 Znicz Pruszków II 2 (2)
2008-2010 Lech Poznań 58 (32)
2010-2014 Borussia Dortmund 131 (74)
2014-2022 Bayern München 253 (238)
2022- FC Barcelona 79 (54)
Landsliðsferill2
2007
2008
2008-
Pólland U-19
Pólland U-21
Pólland
1 (0)
3 (0)
159 (84)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært okt 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt. 2024.

Lewandowski árið 2009 með Lech Poznań.

Lewandowski hóf atvinnuferil sinn árið 2006 með Znicz Pruszków þar sem hann var markahæstur í 2. og 3. deildunum. Árið 2008 fór hann til efstudeildarliðsins Lech Poznań og vann með þeim deildina (Ekstraklasa) tímabilið 2009–10.

Borussia Dortmund

breyta

Árið 2010 hélt hann til Þýskalands og spilaði með Borussia Dortmund frá 2010-2014. Hann vann tvo Bundesliga-titla með félaginu og varð markahæstur eitt tímabil.

Bayern

breyta

Frá 2014 hefur hann verið með Bayern München. Þar hefur hann blómstrað og unnið 6 deildartitla, marga bikartitla og Meistaradeild Evrópu. Haustið 2015 skoraði Lewandowski 5 mörk á 9 mínútum í leik gegn VfL Wolfsburg þar sem hann kom inn á sem varamaður. Á tímabilinu 2016-2017 skoraði hann 30 mörk; var markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður tímabilsins í Bundesliga. Tímabilið 2019-2020 varð hann markahæstur í Bundesliga og var það í fjórða skipti sem hann hlaut þann heiður. Lewandowski hlaut UEFA verðlaun sem leikmaður tímabilsins 2019-2020. Þá skoraði hann 55 mörk í 47 leikjum. Hann þótti líklegur til að hneppa Ballon d'Or en þeim var aflýst vegna COVID-19. [1] Hann hlaut einnig verðlaun FIFA sem leikmaður ársins 2020. [2] Í lokaleik tímabilsins 2020-2021 skoraði hann á síðustu mínútunni í 5-2 sigri á Augsburg. Hann sló þar með tæpt 50 ára met Gerd Müllers og náði 41 marki skoruðu á einu tímabili í Bundesliga. Í byrjun næsta tímabils náði hann 300. marki sínu fyrir Bayern og það 300. í Bundesliga. Hann sló svo aftur met Mullers þegar hann skoraði 43 mörk í deildinni á einu ári. [3]

Í maí 2022 tilkynnti Lewandowski að tími sinn hjá Bayern væri búinn. Hann var orðaður við Barcelona, PSG og Chelsea.

FC Barcelona

breyta

Í júlí 2022 gerði Lewandowski 4 ára samning við FC Barcelona fyrir 50 milljón evrur.[4]

Hann skoraði þrennu í fyrsta meistaradeildarleik sínum fyrir félagið. Lewandowski vann La Liga á sínu fyrsta tímabili fyrir félagið og varð markahæstur í deildinni.

Landslið

breyta

Lewandowski hefur spilað með landsliði Póllands frá 2008. Hann hefur verið valinn pólskur leikmaður ársins níu sinnum.

Tenglar

breyta

Heimild

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Uefa awards: Bayern Munich's Robert Lewandowski wins men's Player of the Year BBC, skoðað 1. okt, 2020
  2. [https://www.bbc.co.uk/sport/football/55354762 BBC News - Best Fifa Football Awards 2020: Robert Lewandowski wins best men's player of the year] BBC, skoðað 17/12 2020.
  3. Lewandowski breaks Mullers recordBBC Sport
  4. BBC News - Robert Lewandowski: Barcelona agree deal with Bayern Munich for 50m euros BBC, sótt 19/7 2022