Robert Lewandowski

Robert Lewandowski (fæddur 21. ágúst, 1988) er pólskur knattspyrnumaður sem spilar með Bayern München og pólska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann hefur skorað yfir 230 mörk í Bundesliga og er sá þriðji markahæsti frá upphafi. Í öllum keppnum er Lewandowski með yfir 500 mörk.

Robert Lewandowski
Lewandowski
Upplýsingar
Fullt nafn Robert Lewandowski
Fæðingardagur 21. ágúst 1988 (1988-08-21) (32 ára)
Fæðingarstaður    Varsjá, Pólland
Hæð 1,85 m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Bayern München
Númer 9
Yngriflokkaferill
1997-2006 Varsovia Warszawa
Delta Warszawa
Legia II Warszawa
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006–2008
2008-2010
2010-2014
2014-
Znicz Pruszków
Lech Poznań
Borussia Dortmund
Bayern München
59 (36)
58 (32)
131 (74)
194 (169)   
Landsliðsferill2
2008
2008-
Pólland U-21
Pólland
3 (0)
114 (63)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært okt 2020.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
okt 2020.

Lewandowski hóf atvinnuferil sinn árið 2006 með Znicz Pruszków þar sem hann var markahæstur í 2. og 3. deildunum. Árið 2008 fór hann til efstudeildarliðsins Lech Poznań og vann með þeim deildina (Ekstraklasa) tímabilið 2009–10. Síðan hélt hann til Þýskalands og spilaði með Borussia Dortmund frá 2010-2014. Hann vann tvo Bundesliga-titla með félaginu og varð markahæstur eitt tímabil.

Frá 2014 hefur hann verið með Bayern München. Þar hefur hann blómstrað og unnið fjóra deildartitla og bikartitil. Haustið 2015 skoraði Lewandowski 5 mörk á 9 mínútum í leik gegn VfL Wolfsburg þar sem hann kom inn á sem varamaður. Á tímabilinu 2016-2017 skoraði hann 30 mörk; var markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður tímabilsins í Bundesliga. Tímabilið 2019-2020 varð hann markahæstur í Bundesliga og var það í fjórða skipti sem hann hlaut þann heiður. Lewandowski hlaut UEFA verðlaun sem leikmaður tímabilsins 2019-2020. Þá skoraði hann 55 mörk í 47 leikjum. Hann þótti líklegur til að hneppa Ballon d'Or en þeim var aflýst vegna COVID-19. [1]

Lewandowski hefur spilað með landsliði Póllands frá 2008. Hann hefur verið valinn pólskur leikmaður ársins átta sinnum.

TenglarBreyta

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

TilvísanirBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Uefa awards: Bayern Munich's Robert Lewandowski wins men's Player of the Year BBC, skoðað 1. okt, 2020