Zlatan Ibrahimović
Zlatan Ibrahimović (f. 3. október 1981 í Malmö) er sænskur knattspyrnumaður sem spilar sem framherji fyrir AC Milan. Hann er sonur bosnísks föður og króatískrar móður sem fluttu til Svíþjóðar árið 1977. Hann hefur skorað um 580 mörk í efstu stigum knattspyrnu og spilað nærri 1000 leiki.
Zlatan Ibrahimović | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Zlatan Ibrahimović | |
Fæðingardagur | 3. október 1981 | |
Fæðingarstaður | Malmö, Svíþjóð | |
Hæð | 1,95 m | |
Leikstaða | Framherji | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | AC Milan | |
Númer | 11 | |
Yngriflokkaferill | ||
1989–1991 1991–1995 1995–1999 |
Malmö BI FBK Balkan Malmö FF | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1999–2001 2001–2004 2004–2006 2006-2009 2009-2011 2010-2011 2011-2012 2012-2016 2016-2018 2018-2019 2020- |
Malmö FF AFC Ajax Juventus Inter Milan FC Barcelona →AC Milan (lán) AC Milan Paris Saint-Germain Manchester United LA Galaxy AC Milan |
40 (16) 74 (35) 70 (23) 88 (57) 29 (16) 29 (14) 32 (28) 122 (113) 33 (17) 56 (52) 49 (33) |
Landsliðsferill2 | ||
1999 2001 2001-2016, 2021- |
Svíþjóð U-18 Svíþjóð U-21 Svíþjóð |
4 (1) 7 (6) 118 (62) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Ibrahimović hóf ferilinn með heimaliði sínu Malmö FF en hefur síðan spilað með Ajax, Inter Milan, AC Milan, Juventus, FC Barcelona og Paris Saint-Germain. Hann gekk til liðs við Manchester United árið 2016. Árið 2018 hélt hann til LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Ibrahimović ákvað að segja skilið við sænska landsliðið eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016. Hann ákvað að gefa kost á sér á ný árið 2021.