Glasgow er stærsta borg Skotlands og stendur við ána Clyde í miðvestur hluta skosku láglandanna. Borgin er mikil iðnaðarborg og var fyrrum heimsfræg fyrir skipaiðnað. Þar voru til dæmis byggð skipin Queen Mary, Queen Elizabeth, Queen Elizabeth II og konungssnekkjan, Britannica.

Glasgow.
Buchanan Street í miðborg Glasgow.

Í Glasgow búa nú um 632.000 manns (2022). Íbúum hefur farið fækkandi á síðustu áratugum, vegna þess að nýjar borgir hafa verið byggðar í grenndinni, má þar til dæmis nefna East Kilbride og Cumbernauld. Um leið hafa stór og fjölmenn fátækrahverfi í borginni verið fjarlægð auk þess sem borgarmörkum hefur verið breytt og skýrir þetta fækkunina. Á Stór-Glasgow svæðinu búa um 1,9 milljón manna og í Strathclyde (sem er gelíska fyrir dalur árinnar Clyde) búa yfir tvær og hálf milljón, eða um helmingur allra Skota.

Glasgow er mesta viðskiptaborg Skotlands og er í þriðja sæti breskra borga sem ferðamannaborg. Aðeins London og Edinborg eru ofar á þeim lista. Ennfremur er Glasgow mesta viðskiptaborg Bretlands að London frátalinni.

Verndardýrlingur Glasgow er Saint Mungo, sem einnig er nefndur Saint Kentigern. Skjaldarmerki borgarinnar sýnir mynd hans og einnig bjöllu, fugl og fisk. Einkennisorð borgarinnar eru „Let Glasgow flourish“.

Í Glasgow er 3. elsta neðanjarðarlestarkerfi heims sem sett var á laggirnar árið 1896.

Menntun

breyta

Íþróttir

breyta

Knattspyrna

breyta