Thomas Müller (fæddur 13. september 1989 í Weilheim í Efra-Bæjaralandi) er þýskur knattspyrnumaður sem spilar með FC Bayern München. Hann hefur margoft orðið bæði þýskur meistari og bikarmeistari og unnið þrefaldan meistaratitil, bikarsigur og meistaradeildina á árunum 2013 og 2020. Müller er stoðsendingahæstur í Bundesligunni frá upphafi og með flestar stoðsendingar á einu tímabili. Árið 2021 varð hann 8. leikmaðurinn til að skora meira en 50 mörk í Meistaradeild Evrópu.

Thomas Müller
Thomas Müller
Upplýsingar
Fullt nafn Thomas Müller
Fæðingardagur 13. september 1989 (1989-09-13) (35 ára)
Fæðingarstaður    Weilheim in Oberbayern, Bæjaralandi, Þýskalandi
Hæð 1,86 m
Leikstaða Sóknarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Bayern München
Yngriflokkaferill
2000–2008 FC Bayern München
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008– FC Bayern München 446 (144)
{{{ár2}}} Alls
Landsliðsferill
2010-2024 Þýskaland 131 (45)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært sep 2023.

Árið 2014 varð hann heimsmeistari með þýska landsliðinu. Hann hætti með landsliðinu áratugi síðar eða eftir EM 2024.

Líf utan vallar

breyta

Thomas Müller var altarisstrákur í heimabæ sínum í Pähl im Pfaffenwinkel, sem ungur drengur. Müller gekk í menntaskóla í Weilheim, sem hann lauk stúdentsprófi árið 2008.[1] Hann hefur verið giftur síðan 2009 og er eiginkona hans Lisa Müller er mikil hestakona. Hjónin rækta hesta í frístundum. [2]

Titlar

breyta

Bayern München

  • Þýska úrvalsdeildin: 2009/2010, 2012/2013, 2013/2014, 2014/2015, 2015/2016, 2016/2017, 2017/18, 2018/19, 2019/20, 2020/21, 2021/22, 2022/23
  • Meistaradeild Evrópu: 2012/2013, 2019/20
  • Þýska bikarkeppnin: 2009/2010, 2012/2013, 2013/2014, 2015/2016, 2018/19, 2019/20
  • Þýski deildarbikarinn: 2010, 2012, 2016, 2017, 2018, 2020
  • Uefa Super Cup: 2013, 2020
  • HM félagsliða: 2013

Þýskaland


Tilvísanir

breyta
  1. https://www.sueddeutsche.de/muenchen/thomas-muellers-ehefrau-lisa-pferde-statt-prada-1.1389655
  2. [1]Abendzeitung Muenchen.de