George Grosz (26. júlí 1893 – 6. júlí 1959) var þýskur listmálari. Hann var einn af meðlimum dadaista í Berlín og er þekktur fyrir málverk sín af hinu siðlausa borgarlífi í Berlín á milli stríða, aðallega á þriðja áratug 20. aldar.