Otto Bumbel

Pedro Otto Bumbel (6. júlí 1914 - 2. ágúst 1998) var brasilískur knattspyrnuþjálfari.

Otto Mumbel hóf þjálfunarferil aðeins 23 ára að aldri eftir skammvinnan knattspyrnuferil hjá Flamengo og Corinthians. Eftir að hafa stýrt nokkrum brasilískum félagsliðum frá 1937-50 lá leið Mumbel til Mið-Ameríku. Þar stýrði hann bæði félagsliðum og landsliðum í Kosta Ríka, Gvatemala og El Salvador næstu misserin.

Frá 1956 til 1979 stýrði Bumbel tólf spænskum og portúgölskum félagsliðum, sumum oftar en einu sinni. Þeirra á meðal var Atlético Madrid en undir hans stjórn varð félagið bikarmeistari leiktíðina 1964-65.