Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna er gæðingakeppni ásamt kappreiðum, töltkeppni og kynbótasýningu íslenskra hestsins sem haldið er annað hvert ár á Íslandi. Fyrsta landsmótið var sett 6. júlí 1950 á Þingvöllum, nánar tiltekið Skógarhólum . Það var haldið af Landssambandi hestamannafélaga sem var stofnað í þeim tilgangi í desember árið áður. Fyrst var mótið haldið á fjögurra ára fresti en á tveggja ára fresti frá 1995. Frá 2001 hefur rekstraraðili mótanna verið Landsmót hestamanna ehf. sem er í eigu Landssambands hestafélaga og Bændasamtaka Íslands.

Eftir árum: 1950 · 1954 · 1958 · 1962 · 1966 · 1970 · 1974 · 1978 · 1982 · 1986 · 1990 · 1994 · 1996 · 1998 · 2000 · 2002 · 2004 · 2006 · 2008 . 2010 · 2011 ·


Umfjöllunarefni: A-flokkur · B-flokkur · Tölt · Ungmennaflokkur · Unglingaflokkur · Barnaflokkur · Kappreiðar · Kynbótasýningar

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.