Sigurður Sigurjónsson

íslenskur leikari, leikstjóri og handritshöfundur

Sigurður Sigurjónsson (f. 6. júlí 1955 í Hafnarfirði) er íslenskur leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann stundaði nám í Leiklistarskóla SÁL 1972 - 1975 og lauk því námi með prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og hefur farið með gríðarlegan fjölda hlutverka á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanþáttum á borð við Spaugstofuna og Áramótaskaupum. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í mynd Ágústs Guðmundssonar, Land og synir, frá 1980. Sigurður hefur leikstýrt þremur áramótaskaupum 1985, 1999 og 2004 og einnig leikstýrði hann sýningunni Glanni glæpur í Latabæ. Hann hefur verið í þremur útvarpsþáttum Sama og þegið frá 1986, Harry og Heimir: Með öðrum morðum frá 1987 - 1988 og Harry og Heimir: Morð fyrir tvo frá 1993. Hann talaði einnig fyrir Svamp Sveinsson í sjónvarpsþáttunum Svampur Sveinsson.

Sigurður er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur leikið í mörgum leikritum m.a Einræðisherran (2018 - 2020), Yfir til þín (2015 - 2016), Umhverfis jörðina á 80 dögum (2015) og Útsending (2020).

Sigurður hefur unnið með Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni í fjölda útvarps- og sjónvarpsþáttum.

Ferill í Íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum

breyta
Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1978 Lilja
1979 Áramótaskaup 1979 Ýmsir
1980 Land og synir Einar
1981 Áramótaskaup 1981 Ýmsir
1982 Áramótaskaup 1982 Ýmsir
1983 Annar dans
Áramótaskaup 1983 Ýmsir
1984 Atómstöðin Jens
Dalalíf JP
Gullsandur
1985 Fastir liðir, eins og venjulega
Löggulíf Kormákur 'Koggi' Reynis
Áramótaskaup 1985 Ýmsir
1986 Stella í orlofi Aðstoðarflugmaður
Áramótaskaup 1986 Ýmsir
1987 Spaug til einhvers Ýmsir
1988 Í skugga hrafsins Egill
1989 89 á stöðinni Ýmsir
Kristnihald undir Jökli Umbi
1990 90 á stöðinni Ýmsir
Ryð
1991 91 á stöðinni Ýmsir
1992 92 á stöðinni Ýmsir
Karlakórinn Hekla Kalli
1993 - 1995 Imbakassinn Ýmsir
1994 Bíódagar Úlfar Kjeld
Skýjahöllin Álfur
1995 Einkalíf Tómas, faðir Alexanders
1996 - 1999 Enn ein stöðin Ýmsir
1996 Djöflaeyjan Tóti
1997 Stöðvarvík Ýmsir
1998 Áramótaskaup 1998 Ýmsir
1999 Glanni glæpur í Latabæ Lolli
2000 Viktor
Áramótaskaup 2000 Ýmsir
2002 - 2016 Spaugstofan Ýmsir
2002 Maður eins og ég Valur
Stella í framboði Sigurhjalli
2004 Áramótaskaup 2004 Ýmsir
2008 Sveitabrúðkaup Tómas
2009 Marteinn
2010 Kóngavegur Seníór
2011 Kurteist fólk Anton
Borgaríki Margeir
Heimsendir Torfi Esekíel
2013 Ófeigur gengur aftur
2014 Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst Heimir
Afinn Guðjón
Borgaríki 2 Margeir
2015 Hrútar Gummi
2016 Birta
2017 Undir trénu Baldvin
Munda Geiri
Black Mirror Room Service Man
2018 Víti í Versmannaeyjum Skipstjóri
Vargur
Flateyjargátan Grímur hreppstjóri
Áramótaskaup 2018 Sjálfstæðismaður
2019 Héraðið Eyjólfur
2020 Brot Pétur
Já fólkið
Eurogarðurinn Þengill
Ráðherrann Ríkharður
Áramótaskaup 2020 Þórólfur
2021 Hik
Áramótaskaup 2021 Fundarstjóri og Þórólfur
2022 Allra síðasta veiðiferðin Forsætisráðherra
Fanga
Áramótaskaup 2022 Hann sjálfur


Tengt efni

breyta