Magnús Kjartansson (tónlistarmaður)
Magnús Jón Kjartansson (f. 6. júlí 1951) er íslenskur tónlistarmaður.
Magnús ólst upp í Keflavík. Foreldrar hans voru Kjartan Henry Finnbogason (1928 – 2005)[1] og kona hans, Gauja Guðrún Magnúsdóttir (1931-2017).[2] Magnús stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Keflavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Herbert H. Ágústssyni og Ragnari Björnssyni. Frá árinu 1966 hefur Magnús verið tónlistarmaður að aðalstarfi. Hann hefur leikið með mörgum hljómsveitum (aðallega á hljómborð, píanó og trompet), verið útsetjari og upptökustjóri og samið eigin tónlist. Hann hefur starfað mikið að málefnum FTT og STEF og verið formaður í báðum félögunum.
Magnús gekk 28. febrúar 1971 að eiga Sigríði Kolbrúnu Oddsdóttur (f. 1951). Þau áttu frá 1980 heima í Hafnarfirði.[3] Magnús starfaði um tíma að bæjarmálum þar.
Nokkrar hljómsveitir, sem Magnús hefur leikið með
breyta- Drengjalúðrasveit Keflavíkur
- Echo
- Nesmenn
- Óðmenn
- Júdas
- Trúbrot
- Blues Company
- Mannakorn
- Brunaliðið
- Brimkló
- Haukar
- HLH flokkurinn
- Hljómsveit Björgvins Halldórssonar
- Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar
- Sléttuúlfarnir
- Axel Ó & C
- The Vintage Caravan
Lög sem Magnús er höfundur að
breyta- Skólaball með Brimkló. Höfundur lags og texta
- Einskonar ást með Brunaliðinu. Höfundur lags
- Eitt lítið jólalag með Birgittu Haukdal. Höfundur lags og texta
- In the Country með Trúbrot. Meðhöfundur lags og texta
- Lítill drengur með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Höfundur lags
- Svefnljóð með Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Höfundur lags
- Tónlistin minnir á þig með Brimkló. Höfundur lags
Tilvísanir
breytaHeimildir, ítarefni
breyta- Tónlist.is: Magnús Kjartansson. Skoðað 24. október 2010.
- Magnús Kjartansson @ Gegnir (377 niðurstöður)[óvirkur tengill]. Skoðað 24. október 2010.
- GuitarParty.com: Magnús Kjartansson. Skoðað 22. ágúst 2019