Prússland

Prússland (þýska Preußen, pólska Prusy, litháenska Prūsija, latína Borussia) var áður fyrr landsvæði, hertogadæmi og konungsríki fyrir sunnan Eystrasalt.

Fáni Prússneska konungdæmisins 1892 - 1918

SkilgreiningarBreyta

Prússland hefur margar mismunandi (og oft andstæðar) merkingar:

Nafn sitt dregur Prússland af Borussi eða Prussi, baltneskri þjóð sem var skyld Litháum. Prússalén var lén pólska konungsdæmisins fram til 1660 og Konungs-Prússland var hluti af Póllandi fram til 1772. Með vaxandi þýskri þjóðernishyggju á síðari hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar fóru flestir þýskumælandi Prússar að líta á sig sem hluta af þýsku þjóðinni, oft með áherslu á það sem kallað var „prússnesk gildi“: frábært skipulag, fórnarlund og réttarríki.

SöguágripBreyta

Árið 1618 sameinuðust markgreifadæmið Brandenborg og hertogadæmið Prússland í orði, en það var ekki fyrr en 1657 sem Friðriki Vilhjálmi (kallaður hinn mikli kjörfursti) tókst að gera hertogadæmið Prússland að sjálfstæðu héraði. Þannig markaði hann leiðina að varanlegri sameiningu Brandenborgar og Prússlands.

Konungsríkið PrússlandBreyta

 
Prússland eftir Vínarfundinn 1815
 
Krýning Vilhjálms I til keisara í Versölum 1871. Fyrir miðri mynd má sjá í Bismarck kanslara (í hvítum búningi).

Það gerðist árið 1701 að kjörfurstinn Friðrik III. sameinaði löndin í eitt konungsríki. Frá þeim tíma kallaðist það konungsríkið Prússland. Kjörfurstinn Friðrik III. varð þá Friðrik I., konungur Prússlands. En það var ekki fyrr en í tíð Friðriks Vilhjálms I. að Prússland varð stórveldi. Hann lagði af allt gjálífi sem faðir hans hafði stofnað til og var sparsamur mjög. Ennfremur dró hann saman mikinn her og var það hann öðrum fremur sem hóf Prússland upp sem herveldi. Friðrik Vilhjálmur tók þátt í Norðurlandaófriðnum mikla og vann lönd af Svíum við suðurströnd Eystrasalts (Pommern). Sonur hans, Friðrik II., var eflaust einn mesti konungur síns tíma. Hann tók þátt í 7 ára stríðinu, hertók Slésíu og átti þátt í skiptingu Póllands. Eftir hertökuna á Slésíu fékk hann viðurnefnið hinn mikli. Árið 1806 tók Friðrik Vilhjálmur III. þátt í orrustunum við Jena og við Auerstedt gegn Napóleon og tapaði þeim orrustum. Í kjölfarið hertók Napóleon Berlín til skamms tíma. Árið 1862 réð Vilhjálmur I. Otto von Bismarck sem kanslara ríkisins. Eftir þrjú snörp stríð við Frakka, Dani og Austurríkismenn varð Prússland keisaradæmi árið 1871.

Konungar Prússlands:

Konungur Ár Ath.
Friðrik I 1701-1713
Friðrik Vilhjálmur I 1713-1740
Friðrik II 1740-1786 Kallaður Friðrik mikli
Friðrik Vilhjálmur II 1786-1797
Friðrik Vilhjálmur III 1797-1840 Áttist við Napoleon
Friðrik Vilhjálmur IV 1840-1861
Vilhjálmur I 1861-1871 Réði Bismarck sem kanslara

Prússland eftir stofnun KeisaradæmisinsBreyta

 
Prússland við lok heimstyrjaldarinnar fyrri 1918

Árið 1871 voru mörg þýsk ríki sameinuð í eitt keisaradæmi. Vilhjálmur I., konungur Prússlands, var krýndur keisari í Versölum í Frakklandi 18. janúar það ár. Vilhjálmur var eftir það bæði keisari Þýskalands og konungur Prússlands. Keisaradæmið varð þó skammlíft, stóð aðeins í 47 ár, og voru keisararnir aðeins þrír. Árið 1888 var kallað þrí-keisara-árið (Drei-Kaiser-Jahr), en þá ríktu allir þrír keisararnir, hver á eftir öðrum. Bismarck kanslari var rekinn árið 1890 og Vilhjálmur II. keisari stjórnaði ríkinu sjálfur eftir það. Hann neyddist til að segja af sér keisaradómi 1918 og fór í útlegð til Hollands.

Þrír konungar Prússlands ríktu sem keisarar Þýskalands:

Keisari Ár Ath.
Vilhjálmur I 1871-1888
Friðrik III 1888-1888 Lifði aðeins í tæpa fjóra mánuði sem keisari
Vilhjálmur II 1888-1918 Sagði af sér

Fríríkið PrússlandBreyta

Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri 1918 var Weimar-lýðveldið stofnað. Höfuðborg þess ríkis var Berlín. Prússlandi var þá breytt í fríríki, sem var nokkurs konar lýðveldi innan lýðveldisins, svipað og nokkur önnur héruð í Þýskalandi. Nasistar lögðu þó fríríkið í raun niður árið 1934, en síðan gerðu bandamenn það formlega árið 1947. Síðan þá hefur notkun hugtaksins Prússland miðast við sögulega, landfræðilega og menningarlega merkingu þess.

HeimildirBreyta

  • Matz, Klaus-Jürgen. Wer regierte wann? Dtv. 1980.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Preussen“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt febrúar 2010.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist