William Kidd (22. janúar 164523. maí 1701) var skoskur skipstjóri og kapari sem var dæmdur fyrir sjórán og hengdur. Kidd leit sjálfur ekki á sig sem sjóræningja og fékk áfall þegar hann frétti af ásökunum á hendur sér. Sumir sagnfræðingar hafa síðan talið að dómurinn hafi verið ranglátur og sögur af sjóránum Kidds stórlega ýktar. Sögur um að hann hefði falið fjársjóð á Gardiners Island í New York-fylki áttu stóran hlut í að halda nafni hans á lofti.

William Kidd