Thomas More (7. febrúar 14786. júlí 1535) var enskur stjórnmálamaður. Hann var einnig lögfræðingur, félagsfræðingur og hugvísindamaður. Hann var mikilvægur ráðgjafi Hinriks 8. en varð að lokum alveg ósammála honum. Hann var kaþólskur og var mikill andstæðingur Marteins Lúthers og Williams Tyndales.

Thomas More

More er höfundur orðsins „útópía“ en það var heiti á ímynduðu eylandi sem hann skrifaði um í bók sinni Utopia sem kom út 1516. Hann var andstæðingur aðskilnaðar breska konungsvaldsins frá kaþólsku kirkjunni og neitaði að viðurkenna konunginn sem höfuð biskupakirkjunnar sem stofnuð var í kjölfarið. Hann neitaði einnig að samþykkja lög sem ógiltu vald páfans og bundu endi á hjónaband Hinriks 8. og Katrínar af Aragon. Hann var handtekinn og sakaður um landráð, dæmdur sekur og hálshöggvinn. Hann er dýrlingur í kaþólsku kirkjunni.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.