Trúfrelsi er frelsi einstaklinga til að velja hvaða trúfélagi þeir vilja tilheyra eða að standa utan trúfélaga eða að hafna trú á yfirnáttúrulegar verur (trúleysi). Þýðir að öllum er frjálst er iðka hvaða trú sem er, svo fremur sem það brjóti ekki á réttindum annarra. Í sumum löndum er þó ekkert eða lítið trúfrelsi og geta einstaklingar verið drepnir fyrir það sem þeir trúa á, hvort sem sá verknaður er unnin af hálfu stjórnvalda eða æstra múga. Í stjórnarskrám flestra iðnríkja er getið þess að algjört trúfrelsi skuli ríkja en í mörgum þeirra hallast stjórnvöld frekar að einu ákveðnu trúfélagi og getur það gengið svo langt að harðar milliríkjadeilur og jafnvel stríð eru hafin vegna trúarbragða.

Á Íslandi ríkir trúfrelsi, en Þjóðkirkja Íslands nýtur „verndar og stuðnings“ ríkisstjórnarinnar skv. stjórnarskránni og laun presta eru greidd úr ríkissjóði.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.