Jótland
skagi og meginlandshluti Danmerkur
Jótland (eða Jótlandsskagi) er meginlandshluti Danmerkur. Skaginn er ekki með náttúruleg landamæri í suðri þar sem hann tengist evrópska meginlandinu en þau skil hafa ýmist legið eftir Saxelfi, Egðu, Danavirki, dansk-þýsku landamærin frá 1920 eða við Konungsá.
Nafnið Jótland þýðir einfaldlega „land Jótanna“, en „Jótar“ er hugsanlega skylt orðinu „ýtar“ sem þýðir menn. Annar möguleiki og líklegri er að Jótland/Jutland sé afbrigði af nafninu Götaland, sem af Svíum er borið fram Jötaland.
Nyrsti hluti skagans er raunar eyja og kallast Vendsyssel-Thy eða Norðurjóska eyjan: Nørrejyske Ø eða Jótland norður af Limafirði: Jylland nord for Limfjorden.