Jótland

skagi og meginlandshluti Danmerkur

Jótland (eða Jótlandsskagi) er meginlandshluti Danmerkur. Skaginn er ekki með náttúruleg landamæri í suðri þar sem hann tengist evrópska meginlandinu en þau skil hafa ýmist legið eftir Saxelfi, Egðu, Danavirki, dansk-þýsku landamærin frá 1920 eða við Konungsá.

Kort af Jótlandsskaga

Nafnið Jótland þýðir einfaldlega „land Jótanna“, en „Jótar“ er hugsanlega skylt orðinu „ýtar“ sem þýðir menn. Annar möguleiki og líklegri er að Jótland/Jutland sé afbrigði af nafninu Götaland, sem af Svíum er borið fram Jötaland.

Nyrsti hluti skagans er raunar eyja og kallast Vendsyssel-Thy eða Norðurjóska eyjan: Nørrejyske Ø eða Jótland norður af Limafirði: Jylland nord for Limfjorden.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.