James Taylor

bandarískur söngvari og gítarleikari

James Vernon Taylor (f. 12. mars 1948) er bandarískur söngvari, lagahöfundur og gítarleikari. Hann gaf út fyrstu breiðskífuna sína árið 1968, en hlaut fyrst frægð fyrir lagið „Fire and Rain“ árið 1970. Plöturnar hans hafa selst í yfir 100 milljón eintökum sem gerir hann að einum af söluhæstu tónlistarmönnum sögunnar. Á árunum 1977 til 2007 seldust allar plöturnar hans í yfir milljón eintökum. Hann komst efst á bandaríska Billboard 200 vinsældalistann með Before This World árið 2015. Taylor er sexfaldur Grammy-verðlaunahafi og var vígður inn í frægðarhöll rokksins árið 2000.

James Taylor
Taylor í mars 2000
Taylor í mars 2000
Upplýsingar
FæddurJames Vernon Taylor
12. mars 1948 (1948-03-12) (76 ára)
Boston, Massachusetts, BNA
StörfSöngvari · lagahöfundur
Ár virkur1966–núverandi
StefnurMjúkrokk · þjóðlagapopp · þjóðlagarokk
HljóðfæriRödd · gítar
ÚtgáfufyrirtækiApple · Capitol · EMI · Warner Bros. · Columbia · SME · Hear Music · Fantasy
Vefsíðajamestaylor.com

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • James Taylor (1968)
  • Sweet Baby James (1970)
  • Mud Slide Slim and the Blue Horizon (1971)
  • One Man Dog (1972)
  • Walking Man (1974)
  • Gorilla (1975)
  • In the Pocket (1976)
  • JT (1977)
  • Flag (1979)
  • Dad Loves His Work (1981)
  • That's Why I'm Here (1985)
  • Never Die Young (1988)
  • New Moon Shine (1991)
  • Hourglass (1997)
  • October Road (2002)
  • A Christmas Album (2004)
  • James Taylor at Christmas (2006)
  • Covers (2008)
  • Before This World (2015)
  • American Standard (2020)

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.