Hljómar
Hljómar voru rokkhljómsveit af Suðurnesjunum, stofnuð 5. október árið 1963 [1] og starfaði í sex ár, eða til ársins 1969. Hljómar voru ein vinsælasta hljómsveit Íslands á ofanverðri 20. öld, og með henni hóf bítlamenningin innreið sína á Íslandi fyrir alvöru.
Hljómar | |
---|---|
Fæðing | Hljómar |
Uppruni | Keflavík, Íslandi |
Ár | 1963 - 1969 |
Stefnur | rokk |
Útgáfufyrirtæki | SG Hljómplötur |
Samvinna | Trúbrot |
Meðlimir | Rúnar Júlíusson Gunnar Þórðarson |
Hljómsveitin Hljómar var stofnuð af yngstu meðlimum hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar, Gunnari Þórðarsyni gítarleikara, Einari Júlíussyni söngvara og Erlingi Björnssyni gítarleikara. Þeir fengu til liðs við sig trommarann Eggert Kristinsson og Rúnar Júlíusson sem lék á bassa. Hljómsveitin lék fyrst í Krossinum í Ytri-Njarðvík en sló í gegn á landsvísu eftir tónleika í Háskólabíói 4. mars 1964. Hljómar voru fyrsta íslenska bítlahljómsveitin sem náði almennum vinsældum. Hljómsveitin starfaði með nokkrum mannabreytingum til 1969 þegar hún leystist upp. Nokkrir meðlimir hennar tóku þátt í stofnun Trúbrots 1969.
Hljómar léku árið 1966 í kvikmyndinni Umbarumbamba, sem hét Sveitaball á íslensku. Gefin var út samnefnd plata [2] í Bretlandi með Thor´s Hammer, en svo nefndu Hljómar sig utan landsteinanna. [3] [4] Plata þessi varð síðar mjög eftirsótt af söfnurum. [5]
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- Umfjöllun um Hljóma á Glatkistunni