Dísella Lárusdóttir

Íslensk söngkona

Dísella Lárusdóttir (f. 12. mars 1977) er íslensk söngkona. Hún er þekktust sem óperusöngkona og hefur sungið m.a. við Metropolitan Óperuna í New York.

Dísella í New York

Hún er dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu og á tvær systur. Dísella hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf út plötuna Solo noi árið 2007, söng ásamt systrum sínum á plötunni Jólaboð, hefur einnig sungið í undankeppnum Eurovision og á plötum annarra listamanna. Dísella var hljómborðsleikari í Landi og sonum um tíma.

Árið 2022 vann hún Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku [1] og varð annar Íslendingurinn til að vinna verðlaunin.

Tilvísanir

breyta
  1. Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Vísir, sótt 4. apríl 2022.